Úrval - 01.07.1965, Page 38

Úrval - 01.07.1965, Page 38
36 ÚRVAL hvorki rándýr, sjúkdómar né hung- ur er nægileg skýring á fjölgunar- takmörkunum dýrastofnanna. Auð- vitað er um að ræða mörg dauðs- föll af völdum slysa, en þau eru ófyrirsjáanleg og tilviljunarkennd og alls ekki í neinum tengslum við stærð stofnsins. Þvi er ekki hægt að reikna með slíkum fyrir- brigðum sem einum þætti fjölgunar- takmarkananna. Allar þessar at- huganir benda þvi til þess, að dýr- in hljóti sjálf að sjá um hinar nauð- synlegu fjölgunartakmarkanir. Saga mannanna sjálfra veitir góð dæmi um, hvað þetta hefur i för með sér. Við ofbeit hefur maður- inn breytt frjósömum högum i eyðimerkur. Með ofveiði hefur maðurinn útrýmt flökkudúfunni og næstum útrýmt sléttbaknum og einnig sæskjaldbökum á mörgum fyrri útungunarstöðvum þeirra. Og nú bendir allt til þess, að honum muni takast að útrýma öllum fimm tegundum nashyrningsins, sem á lieima í hitabeltislöndum Afríku og Asíu, en horn þessara dýra eru einmitt eftirsótt af mönnum, vegna þess að þau eru álitin búa yfir eiginleikum, sem auka kynhvötina. Ofnýting auðæfa nútimans getur þurrausið og eyðilagt forðabúr framtíðarinnar. Þessi hætta vorfir einnig yfir dýrunum, hvað fæðu- öflun snertir, en þau snúast bara yfirleitt skynsamlegar gegn henni en maðurinn gerir. Fuglar, sem lifa af fræjum og berj- um að haustinu, eða igður, sem lifa að vetrinum af skordýrum, eru einnig undir þessa sömu hættu seld. í byrjun eru birgðirnar svo miklar, að þær nægja geysilegum fjölda. En þær birgðir yrðu upp- étnar á nokkrum klukkutímum eða dögum, ef ekkert væri að gert, en fuglarnir eru liáðir þessum birgð- um vikum eða mánuðum saman. Fuglarnir verða því að takmarka stærð stofnsins fyrir fram, svo að birgðirnar nægi allan veturinn. Sömu forsendur gilda við þær að- stæður, þegar ótakmörkuð fæðu- neyzla myndi algerlega eyða þeim forðabúrum, sem leita þarf til aftur og aftur og mega því ekki eyðileggj- ast. Þannig virðist hættan á hungri í framtíðinni, en ekki hungur augnabliksins, vera sá þáttur, sem ákveður, hversu stór dýrastofninn skuli vera. Stofninn verður þannig að takmarka aukninguna, löngu áð- ur en hungrið tæki að sverfa að, til þess að komast lijá því að of- nýta fæðubirgðir sinar og stofna sér þannig í mikla hættu. Allt þetta bendir til þess, að dýrastofnar takmarki stærð sína með einhverskonar lífeðlisfræðileg- um útbúnaði, sem er nákvæmlega stilltur eftir fæðubirgðum þeim, og fæðuöflunarmöguleikum, sem fyrir hendi eru. Dýrastofnarnir virðast hafa þörf fyrir eins konar hindr- unarútbúnað í líkingu við sam- þykktir þær og samninga, sem hin- ar ýmsu þjóðir gera með sér til þess að takmarka nýtingu fiskimiðanna. Ekki þarf að vera sérstaklega glöggskyggn til þess að sjá, að dýr- in hafa i rauninni gert þess háttar „samþykktir" með sér. Sú þekktasta slíkra samþykkta er það kerfi yfir- ráðasvæða, sem fuglarnir hafa kom- ið á laggirnar. Það er venja meðal
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.