Úrval - 01.07.1965, Page 41
FJÖLGUNARTAKMARKANIR í DÝRARÍKINIJ
39
félagslegrar hegðunar dýranna,
þar á meðal mannsins sjálfs. Það
er furðulegt, að enn skuli ekki hafa
verið bornar fram neinar fram-
bærilegar kenningar um það, hvern-
ig fyrsti vísirinn að myndun sam-
félags kom fram. En nú er hægt
að sýna fram á það á rökréttan
hátt, að þess háttar samkeppni eftir
föstum reglum, sem svæðaskipting
fuglanna er táknrænt dæmi um,
var einmitt fyrsti vísir samfélags-
legs skipulags. Samfélag er þannig
hægt að skilgreina sem lióp ein-
staklinga, sem keppa um afstákveð-
in verðlaun eftir fastákveðnum
reglum. Það er einnig hægt að orða
þetta á þann hátt, að þar sé um að
ræða bræðralag, sem einkennist þó
jafnframt af samkeppni. Menn þurfa
ekki að kafa djúpt til þess að sjá,
hversu vel þetta á einnig við sam-
félög mannanna.
Hópur fugla, sem byggir svæði,
sem skipt er niður í einstaka skika,
myndar þannig greinilega samfélag,
og þetta samfélag einkennist í tölu-
verðum mæli af táknrænni sam-
félagslegri hegðun. Gott dæmi um
þetta er skozka rjúpan, en þá fugla-
tegund er nú verið að rannsaka
ýtarlega nálægt Aberdeen, og á sú
rannsókn að ná yfir langan tíma.
Rjúpustofninn á lyngheiðinni
samanstendur af einstaklingum,
sem þekkjast og eru jafnframt ó-
Iíkir, hvað snertir samfélagslega
stöðu. Hinir ríkjandi karrar verja
svæði sin næstum árið um kring,
þar eð þeir frekustu og framtaks-
sömustu krefjast yfirleitt stærstu
skikanna. Skikar þeirra þekja alla
heiðina eins og mosaikflötur.
Rjúpnasamfélagið leyfir það, að
nokkrir aðrir karrar séu teknir
upp í það til viðbótar og einnig
nokkrir kvenfuglar, sem ekki hafa
parað sig, en þessir fuglar eru
lægra settir í samfélaginu og eiga
enda engan jarðarskika. En þegar
vetur gengur í garð eða fæðuöfl-
unarmöguleikarnir minnka af ein-
hverjum öðrum orsökum, verða
þessir aukameðlimir, sem standa
í neðsta þrepi samfélagsstigans,
sjálfkrafa útilokaðir úr samfélag-
inu. í samfélaginu fá ekki fleiri
meðlimir að vera, en hinir minnk-
uðu fæðuöflunarmöguleikar geta
nægt. Hin mismunandi samfélags-
stig skozku rjúpnanna verða þann-
ig nokkurs konar öryggislokar,
sem losa samfélagið við þá auka-
meðlimi, sem myndu annars eyða
fæðubirgðunum um of. Menn hafa
um nokkurn tíma gert sér grein
fyrir þvi, að í hverju fuglasam-
félagi virðast hinir einstöltu fug'l-
ar ekki hafa sama rétt til fæðuöfl-
unar, heldur hafa sumir forgangs-
rétt, en hingað til hefur það verið
óljóst, hver orsökin væri eða jafn-
vel hvort um nokkurn tilgang væri
þarna að ræða. Nú virðist sem
hinir lægstsettu meðlimir sam-
félagsins myndi þannig nokkurs
konar óhjákvæmilegt varalið, sem
getur fyllt upp í skörðin, ef slys
ber að höndum meðal hinna föstu
meðlima, en einnig er liægt að út-
skúfa úr samfélaginu, ef kringum-
stæðurnar krefjast þess.
Alveg fastákveðnar reglur ein-
kenna baráttu skozku karranna um
hreiðursvæði og samfélagsstöðu.
Ein þeirra er þannig, að þeir gala