Úrval - 01.07.1965, Qupperneq 42

Úrval - 01.07.1965, Qupperneq 42
40 ÚRVAL aðeins og ógna öðrum körrum í aðeins 2—3 tíma frá sólarupprás, að minnsta kosti að haustinu. Svo hörð er þessi barátta karranna, að ósigurinn verður hinum sigruðu um megn andlega séð, þannig að þeir flýja heiðasvæðið. í ókunnu um- hverfi og án sinnar venjulegu fæðu minnkar mótstöðuafl þeirra fljót- lega, þeir verða veikbyggðir og verða rándýrum eða sjúkdómum að bráð. En þegar þessu morgun- stríði er lokið, hópast þeir fuglar, sem eftir eru, saman i friði og ró og tína í sig lilið við hlið í sátt og samlyndi það sem eftir er dags- ins. Hjá ýmsum dýrategundum er það mjög algengur siður að eiga í ill- deilum í dögun eða um rökkurbil og eyða öðrum hlutum dagsins í friði og ró við fæðuöflun og önnur friðsamleg viðfangsefni. Breyting- ar á birtu í dögun og rökkurbyrj- un eru auðvitað eftirtektarverðustu atburðir livers dags, og sú stað- reynd er sjálfsagt skýring á þvi, hvers vegna birtubreytingin er dýr- unum eins konar merki um sam- eiginleg eða samfélagsleg viðfangs- efni. Áhrif þessara tímamarka koma fram á dýrunum á ýmsan hátt. Fuglasöngkórar safnast saman i dögun og taka lagið, hanarnir gala, endurnar hefja sig til flugs í rökkr- inu, starrar og svartþrestir halda hópæfingar nálægt svefnstöðum sínum er dimma tekur, margar fuglategundir hópast saman á kvöldin og taka lagið, ýmsar leður- blökur í hitabeltinu, froskar, trjá- söngvur og fiskar og öskuraparnir halda sína morgunhljómleika. Allir þessir hljómleikar og allar þessar sýningar veita áheyrendum og áhorfendum upplýsingar um þann fjölda, sem fyrir hendi er af hinum ýmsu tegundum á hinum ýmsu svæðum. Þannig eru veittar upplýsingar um þéttbýli stofnsins frá degi til dags, og þannig fær hópurinn vitneskju, sem kemur honum til að auka þá starfsemi, sem kann að vera nauðsynleg til þess að skapa aftur jafnvægi milli þéttbýlis og fæðuöflunarmöguleika, að vísu ekki á meðvitaðan hátt, heldur sjálfkrafa. Þesar daglegu sameiginlegu „sýn- ingar“ eru talsvert álag á þá, sem taka þátt í þeim, en þó auðvitað mismunandi mikið, eftir því hversu mikill ofsi er látinn í Ijósi. Sé um mjög þungt álag að ræða, verður slíkt til þess að losa samfélagið við þá, sem ekki er rúm fyrir. En sé um mjög lítið álag eða jafnvel ekk- ert að ræða, gefur slíkur skortur á ofsalegri tjáningu það til kynna, að það sé rúm fyrir nýja meðlimi í samfélaginu. Offjölgun leiðir til þess, að umframfjöldanum er út- skúfað, líkt og á sér stað með skozku rjúpuna. Á varptímanum getur stærð stofnsins, sem gefin er lil kynna á hinum daglegu „sýning- um“, haft áhrif á þá tölu fullvax- inna fugla, sem para sig og verpa. Einnig er hægt á ýmsan annan hátt að takmarka tölu afkvæmanna við þann fjölda, sem samfélagið leyfir, að alist þar upp. Á grundvelli þessarar tilgátu mætti búast við því, að slíkar „sýn- ingar“, er gefi til kynna stærð stofnsins, væru sérstaklega áber-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.