Úrval - 01.07.1965, Síða 43
FJÖLGUNARTAKMARKANIR í DÝRARÍKINU
41
Einvígi milli tveggja hjarta um forustuhlutverkið. (Indverskir hirtir).
andi í byrjun varptimans, enda
er þessu einmitt þannig farið. Meðal
fugla eru það auðvitað karlfuglarn-
ir, sem taka þátt i „sýningunum".
Þeir gera það oft með því að fljúga
eða dansa í hópum, líkt og mörg
fleyg skordýr gera einnig, eða taka
þátt í formföstum hólmgöngum,
fimleikaæfingum eða skrúðgöngum,
en slíkt er einkennandi fyrir rjúp-
ur, akurhænsni, kolibrífugla, flau-
elsfugla og paradísarfugla og ofsi
tjáningarinnar er kominn undir
stærð stofnsins. Þvi fleiri sem
karlfuglarnir eru, þeim mun harð-
ari er samkeppnin. I þessari nýju
tilgátu felst það, að þetta muni
hafa i för með sér aukið álag fyrir
karlfuglana og strangari takmörk-
un á stærð stofnsins.
Meðal margra dýrategunda liafa
karldýrin ýmsa raddeiginleika, sem
kvendýrin skortir. Þetta á við um
söngfugla, trjásöngvur, flestar engi-
sprettutegundir, þar á meðal iauf-
engisprettur, froska, trumbufiska,
öskurapa og mörg önnur dýr. í
mótsetningu við fyrri skoðanir
manna nota karldýr þessi ekki rödd
sina fyrst og fremst til þess að
biðla til kvendýranna, heldur í
samkeppni við kynbræður sína um
jarðarskika og samfélagstign. Sama
gildir um skrautklæði flestra karl-
dýranna og lyktarkirtla og einnig
vopn. Þessi staðreynd, sem menn
hafa alveg nýlega uppgötvað, verð-
ur til þess, að menn taka að velta
fyrir sér að nýju hinu umdeilda
efni: kynferðilegu vali.
Áðurnefndar sýningar ná ekki að-
eins hámarki sínu á undan fengi-
tíma og varptíma, en einnig þegar
hópar dýra eru i þann veginn að
flytjast af einu svæði á annað, t.d.
fuglar á milli landa. Þannig gefa
dýrin, sem taka þátt í sýningunum,
til kynna fyrirhugaðar breytingar
á stærð stofnsins á aðsetursstaðn-
um i réttum mæli, og á ferðalaginu
gefa þau til kynna stærð þeirra
flokka, sem safnast saman á áning-
arstöðum, og gera ferðalöngunum
þannig mögulegt að forðast hættu-
legt þéttbýli á nokkrum stað á
leiðinni. Engisprettur leggja upp í
langferðalög með tilkomumiklum
hópæfingum, og svipuð æsing ein-