Úrval - 01.07.1965, Page 49
HANN FANN NÁLINA í JIEYSÁTUNNI
47
Hann hringdi i veitingahúsið og
pantaði borð á nafni Cary Grants
án þess að tilkynna nokkrum
starfsmanni þess, að liann ætlaði
sér að setja auglýsingabrellu á svið.
Síðan klæddi Moran sig i Araba-
búning, hafði upp á kunningja,
sem gat talað arabísku og öðrum
tveim sem höfðu ekkert á móti því
að gerast meðlimir fylgdarliðs hins
tigna Araba.
Er hann kom inn í veitingahúsið
með fylgdarliði sínu, heimtaði hann
borð Cary Grants með hjálp túlks
síns. Siðan skipaði hann hljómsveit-
inni að hætta að leika. Næst pant-
aði hann brauðsneið og glas af
vatni. Svo skipaði hann hljóm-
sveitinni að taka til að leika að
nýju. Er hér var komið sögu, fylgd-
ust allir gestirnir með hverri hreyf-
ingu hins tigna gests.
Þegar liljómsveitin hafði lokið
laginu, tók hann upp stóreflis geit-
arskinnspyngju, sem var full af
risastórum gervigimsteinum, og
skipaði einum fylgdarmanna sinna
að fara með einn stærsta gimstein-
inn og gefa hljómsveitarstjóranum
hann.
Þessu hélt hann áfram í heila
klukustund, og enn streymdu gim-
steinarnir til hljómsveitarinnar.
Loks reis Moran á fætur. Og um
leið missti hann pokann, og gim-
steinarnir ultu út um allt gólf.
Tveir af fylgdarmönnum hans
köstuðu sér í gólfið til þess að
tína þá upp. En Moran bandaði frá
sér hendinni með fyrirlitningar-
svip og skipaði þeim að láta þá
liggja þar sem þeir væru komnir.
Og síðan hófst æðisgengnasta gim-
steinaleit, sem nokkurn tíma hefur
sézt í Hollywood fyrr eða síðar.
Ferðamennirnir voru komnir hálfa leið niður eftir brattri fjallshlíð
í Monaghanhéraði í frlandi, er þeir komu auga á gamla konu við veg-
inn. Þeir stöðvuðu bílinn og spurðu kerlingu, hvort vegurinn í hlíðinni
væri hættulegur.
„Nei, nei, alls ekki,“ svaraði sú gamla. „Það er þarna niðri á jafn-
sléttu, sem þeir drepa sig, allir saman."
Amerisk kona gefur eftirfarandi skýringu á ástæðunni fyrir því, að
hún ætlar ekki að hætta að reykja: „Ég vildi það, sko, gjarnan, en ég
þori það bara ekki. Sko, i siðasta sinn sem ég hætti, þá vörpuðu Japanir
sprengjum á Perluhöfn.“
Skilgreining á fyrirbrigðinu „söngkvartett": Hópur fjögurra manna,
sem álíta hver um sig, að hinir geti alls ekki sungið.
Fáa hluti er eins erfitt að nota í hófi og þægilegan stól.
D. O. Flynn