Úrval - 01.07.1965, Page 59
NAPOLEON OG MARIA WALEWSKA
57
sem tjáði Napóleon, að hann skyldi
ekki ganga lengra, en tjáði honum
jafnframt eitthvað meina. Hann
sleppti henni, og Marie slapp undan
enn einu sinni, en ekki fyrr en
hún hafði skilað Napóleon aftur
einni af rósunum, sem hann liafði
gefið henni á nýársdag.
Næsta morgun fékk hún enn eitt
bréf. Það hljóðaði svo:
„Marie, min indæla Marie, fyrstu
hugsanir minar dvelja lijá yður.
Mín eina þrá er sú að mega hitta
yður aftur. Þér komið aftur í kvöld
er það ekki? Þér lofuðuð því! Ef
þér gerið það ekki, mun Örninn
fljúga á yðar fund!
Gjörið svo vel að taka við þess-
um vendi. Ég vona, að hann megi
verða það band, sem mun tengja
okkur saman.... Elskið mig, mín
ástkæra Marie, og megi þessi vönd-
ur ætíð eiga sér bústað í hjarta
yðar.
N“
Þetta var lokatilraun Napóleons
til þess að tæla hana til fylgilags
við sig, en hún var meira móðgandi
en allar hinar, því að vöndur þessi
var ekki úr blómum heldur gim-
steinum, stórkostleg næla, óheyri-
lega verðmæt, sannarlega keisara-
leg gjöf.
Marie áleit þetta tilraun til joess
að kaupa ást liennar.
Allan daginn velti hún því fyrir
sér, hvað hún ætti að gera, hvað
hún gæti gert. Það var ómögulegt
að halda lengur áfram á þennan
hátt. Hún var að kikna undir þessu
álagi. Allir lögðu fast að henni að
láta undan. Auðvitað endursendi
hún gimsteinanæluna. Hún gat að
minnsta kosti ekki haldið lienni.
En hvernig ætti henni að takast að
losna ur þcirri gildru, sem hún var
að festast í?
Um kvöldið settist hún við skrift-
ir og skrifaði eiginmanni sínum
bréf. Hún skýrði honum frá móðg-
andi framkomu Napóleons og
hversu henni hefði tekizt að sleppa
úr klóm hans. Hún sagðist ekki fara
aftur til konunglega kastalans, hvað
sem í boði væri. En það voru marg-
ir, seni virtust vilja fá hana til
þess að hegða sér á þennan hræði-
lega bátt, jafnvel Walewski sjálfur,
svo að það var aðeins eitt fyrir
hana að gera, að yfirgefa Varsjá
tafarlaust.
Hún tróð einhverjum fötum í litla
tösku og æddi af stað fótgangandi.
Það var snjóföl á götunum. Hún
hélt af stað í áttina til úthverfanna
og ætlaði að reyna að ná í vagn
á leiðinni.
Á þeim tímum gat ung kona, er
gekk ein síns liðs með tösku i
hendinni, ekki gert ráð fyrir því
að fá að vera í friði á götum borg-
arinnar. Menn reyndu að gefa sig
á tal við liana, jafnvel grípa til
hennar. Hún varð stöðugt hræddari.
Sumir eltu hana. Að lokum skauzt
unglingspiltur til henar og j)reif
töskuna af hcnni, og um leið réðst
á hana hundur, sem var i fylgd með
honum. Hún varð viti sínu fjær
af ótta. í átökunum gerði hún sér
snögglega grein fyrir því, að jjetta
var bara 10—12 ára gamall drengur,
og er hún spurði hann, hvað hann
vildi, sagðist hann bara vilja fá
að bera töskuna hennar fyrir hana
fyrir nokkra skildinga. Hann sagð-