Úrval - 01.07.1965, Síða 59

Úrval - 01.07.1965, Síða 59
NAPOLEON OG MARIA WALEWSKA 57 sem tjáði Napóleon, að hann skyldi ekki ganga lengra, en tjáði honum jafnframt eitthvað meina. Hann sleppti henni, og Marie slapp undan enn einu sinni, en ekki fyrr en hún hafði skilað Napóleon aftur einni af rósunum, sem hann liafði gefið henni á nýársdag. Næsta morgun fékk hún enn eitt bréf. Það hljóðaði svo: „Marie, min indæla Marie, fyrstu hugsanir minar dvelja lijá yður. Mín eina þrá er sú að mega hitta yður aftur. Þér komið aftur í kvöld er það ekki? Þér lofuðuð því! Ef þér gerið það ekki, mun Örninn fljúga á yðar fund! Gjörið svo vel að taka við þess- um vendi. Ég vona, að hann megi verða það band, sem mun tengja okkur saman.... Elskið mig, mín ástkæra Marie, og megi þessi vönd- ur ætíð eiga sér bústað í hjarta yðar. N“ Þetta var lokatilraun Napóleons til þess að tæla hana til fylgilags við sig, en hún var meira móðgandi en allar hinar, því að vöndur þessi var ekki úr blómum heldur gim- steinum, stórkostleg næla, óheyri- lega verðmæt, sannarlega keisara- leg gjöf. Marie áleit þetta tilraun til joess að kaupa ást liennar. Allan daginn velti hún því fyrir sér, hvað hún ætti að gera, hvað hún gæti gert. Það var ómögulegt að halda lengur áfram á þennan hátt. Hún var að kikna undir þessu álagi. Allir lögðu fast að henni að láta undan. Auðvitað endursendi hún gimsteinanæluna. Hún gat að minnsta kosti ekki haldið lienni. En hvernig ætti henni að takast að losna ur þcirri gildru, sem hún var að festast í? Um kvöldið settist hún við skrift- ir og skrifaði eiginmanni sínum bréf. Hún skýrði honum frá móðg- andi framkomu Napóleons og hversu henni hefði tekizt að sleppa úr klóm hans. Hún sagðist ekki fara aftur til konunglega kastalans, hvað sem í boði væri. En það voru marg- ir, seni virtust vilja fá hana til þess að hegða sér á þennan hræði- lega bátt, jafnvel Walewski sjálfur, svo að það var aðeins eitt fyrir hana að gera, að yfirgefa Varsjá tafarlaust. Hún tróð einhverjum fötum í litla tösku og æddi af stað fótgangandi. Það var snjóföl á götunum. Hún hélt af stað í áttina til úthverfanna og ætlaði að reyna að ná í vagn á leiðinni. Á þeim tímum gat ung kona, er gekk ein síns liðs með tösku i hendinni, ekki gert ráð fyrir því að fá að vera í friði á götum borg- arinnar. Menn reyndu að gefa sig á tal við liana, jafnvel grípa til hennar. Hún varð stöðugt hræddari. Sumir eltu hana. Að lokum skauzt unglingspiltur til henar og j)reif töskuna af hcnni, og um leið réðst á hana hundur, sem var i fylgd með honum. Hún varð viti sínu fjær af ótta. í átökunum gerði hún sér snögglega grein fyrir því, að jjetta var bara 10—12 ára gamall drengur, og er hún spurði hann, hvað hann vildi, sagðist hann bara vilja fá að bera töskuna hennar fyrir hana fyrir nokkra skildinga. Hann sagð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.