Úrval - 01.07.1965, Side 60

Úrval - 01.07.1965, Side 60
58 ÚRVAL ist ekki geta farið heim, því að þá myndi fólkið hans drepa hundinn og éta og hann vildi endilega bjarga lífi hundsins. Maria stanzaði og sá, hverjum heljartökum óttinn hafði náð á henni. Hún spurði drenginn, hvernig hann þyrði að gera slíkt. Hann sagð- ist gera það, þvi að ástandið væri svo slæmt, en það myndi nú samt fljótt lagast. Hann sagði, að nú myndi allt lag- ast, fyrst Napóleon væri kominn til Varsjár; hann myndi frelsa Pól- land, og tímarnir myndu breytast og sulti og öðrum þjáningum linna. Nú, þannig hugsaði alþýðan! sagði Marie við sjálfa sig. Hún A^ar mjög þreytt. Hún náði i vagn og lét aka drengnum og hundinum heim. svo hélt hún til Konunglega kastalans. Er hún gekk inn, var henni sagt, að Napóleon biði hennar og væri hann bálreiður. Duroc hafði verið sendur heim til hennar til þess að sækja hana og hafði gripið í tómt. Enn höfðu leitarmenn verið sendir víðs vegar um Varsjá til þess að leita hinnar Ijóshærðu stúlku, sem keisarinn hafði orðið ástfanginn af. Það var farið með hana á fund Napóleons, og hann tók lculdalega á móti henni. Hann fékk lienni enn á ný gimsteinanæluna, sem hún hafði endursent honum. Hann tók eftir því, að hún var svartklædd. Þetta voru í rauninni ferðaföt henn- ar, en hann hélt, að hún hefði klæðzt þessum búningi til þess að gefa í skyn, að henni fyndist á- stæða til þess að klæðast sorgar- búningi og vildi hún þannig leggja áherzlu á þá miklu fórn, sem hún áleit sig vera að færa með þvi að halda á fund hans. Hann sagðist fyrirlita slíltan leikaraskap. Og enn á ný móðgaði hann hana, en þó ekki með ástarjátningum, heldur kallaði hann hana fífl. Hann sýndi henni skýrslu um ástandið í Pól- landi, og í henni stóð m.a. þessi setning: „Pólland er ekki þess virði, að fyrir það sé úthellt einum dropa af frönsku blóði.“ Og hann lét hana skilja það á sér, að hann myndi ekki gera neitt fyrir landa hennar. Marie brast i grát og sárbændi hann um að miskunna sig yfir Pól- land og hjálpa því í nauðum. Napóleon greip fram i fyrir henni og sagði henni að fara heim, en hún vildi ekki láta undan, heldur hélt áfram að sárbæna hann. Nú sá keisarinn, að hin rétta stund var runnin upp. Hann sagði henni, að hann myndi mala Pólland mélinu smærra, kalla yfir það eyði- legingu ef hún veitti honum ekki ást sína. Við þessi orð keisarans féll Marie i ómegin. Hún gafst nú upp að lokum og settist að í kastalanum. Hún sendi giftingarhring sinn og skartgripi heim til eginmannsins. Hún skrif- aði honum bréf, og í því sagði hún, að hún hefði verið svikin, en hún vonaði að það myndi samt reynast vera Póllandi til góðs. Fjölskylda hennar og vinir álitu,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.