Úrval - 01.07.1965, Síða 60
58
ÚRVAL
ist ekki geta farið heim, því að þá
myndi fólkið hans drepa hundinn
og éta og hann vildi endilega bjarga
lífi hundsins.
Maria stanzaði og sá, hverjum
heljartökum óttinn hafði náð á
henni.
Hún spurði drenginn, hvernig
hann þyrði að gera slíkt. Hann sagð-
ist gera það, þvi að ástandið væri
svo slæmt, en það myndi nú samt
fljótt lagast.
Hann sagði, að nú myndi allt lag-
ast, fyrst Napóleon væri kominn
til Varsjár; hann myndi frelsa Pól-
land, og tímarnir myndu breytast
og sulti og öðrum þjáningum linna.
Nú, þannig hugsaði alþýðan!
sagði Marie við sjálfa sig.
Hún A^ar mjög þreytt. Hún náði
i vagn og lét aka drengnum og
hundinum heim. svo hélt hún til
Konunglega kastalans.
Er hún gekk inn, var henni sagt,
að Napóleon biði hennar og væri
hann bálreiður. Duroc hafði verið
sendur heim til hennar til þess að
sækja hana og hafði gripið í tómt.
Enn höfðu leitarmenn verið sendir
víðs vegar um Varsjá til þess að
leita hinnar Ijóshærðu stúlku, sem
keisarinn hafði orðið ástfanginn
af.
Það var farið með hana á fund
Napóleons, og hann tók lculdalega
á móti henni. Hann fékk lienni enn
á ný gimsteinanæluna, sem hún
hafði endursent honum. Hann tók
eftir því, að hún var svartklædd.
Þetta voru í rauninni ferðaföt henn-
ar, en hann hélt, að hún hefði
klæðzt þessum búningi til þess að
gefa í skyn, að henni fyndist á-
stæða til þess að klæðast sorgar-
búningi og vildi hún þannig leggja
áherzlu á þá miklu fórn, sem hún
áleit sig vera að færa með þvi að
halda á fund hans. Hann sagðist
fyrirlita slíltan leikaraskap. Og enn
á ný móðgaði hann hana, en þó
ekki með ástarjátningum, heldur
kallaði hann hana fífl. Hann sýndi
henni skýrslu um ástandið í Pól-
landi, og í henni stóð m.a. þessi
setning:
„Pólland er ekki þess virði, að
fyrir það sé úthellt einum dropa af
frönsku blóði.“ Og hann lét hana
skilja það á sér, að hann myndi
ekki gera neitt fyrir landa hennar.
Marie brast i grát og sárbændi
hann um að miskunna sig yfir Pól-
land og hjálpa því í nauðum.
Napóleon greip fram i fyrir henni
og sagði henni að fara heim, en
hún vildi ekki láta undan, heldur
hélt áfram að sárbæna hann.
Nú sá keisarinn, að hin rétta
stund var runnin upp. Hann sagði
henni, að hann myndi mala Pólland
mélinu smærra, kalla yfir það eyði-
legingu ef hún veitti honum ekki
ást sína.
Við þessi orð keisarans féll Marie
i ómegin.
Hún gafst nú upp að lokum og
settist að í kastalanum. Hún sendi
giftingarhring sinn og skartgripi
heim til eginmannsins. Hún skrif-
aði honum bréf, og í því sagði hún,
að hún hefði verið svikin, en hún
vonaði að það myndi samt reynast
vera Póllandi til góðs.
Fjölskylda hennar og vinir álitu,