Úrval - 01.07.1965, Qupperneq 61

Úrval - 01.07.1965, Qupperneq 61
NAPOLEON OG MARIA WALEWSKA 59 að hún hefSi komið göfugmannlega fram. Móðir hennar skrifaði henni og sagði, að hún ætti að vera stolt. Elzbieta, æskuvinkona hennar, hrópaði himinlifandi: „Lengi lifi keisarinn! Lengi lifi Marie! Póllandi hefur verið bjarg- að!“ Nú loksins var MarieWalewska orðin fullþroskuð kona i hinum sanna skilningi þess orðs. Þótt hún væri bæði eiginkona og móðir, hafði hún samt hingað til verið unglingsstúlka í hjarta sínu. Napó- leon gerði hana að fullþroska konu. Hún varð ekki ástfangin af honum né hélt á hans fund af eigin hvöt- um, heldur var það hann sem krafð- ist hennar með ákveðni og fylgdi þeirri kröfu eftir. En samt kenndi hann henni, hvað ástin er. Er hann hafði náð henni á sitt vald, tókst honum að vekja ást hennar. Hún var honum trú og trygg, og hann var allt hennar líf, þar til hann var sendur sem fangi til St. Helenu. Er liann náði ástum Marie Wal- ewska, urðu einnig þáttaskil í einkalífi hans, þótt á annan veg væri. Eiginkona hans og keisara- ynja var Josephine de Beauharnais frá eyjunni Martinique, ævintýra- kona í Parísarborg byltingarinnar, er liafði gerzt félagi hans og stoð og stytta, þegar hann tók að brjót- ast til valda. En Josepliine hafði ekki alið honum nein börn. Marie varð „pólska eiginkonan“ hans. Þau voru auðvitað ekki gift, því að hann var enn giftur Jose- phine, Marie varð honum tengsl við Pólland, og þau tengsl notaði hann sem ógnun gagnvart Rúss- landi og Austurríki. Að því marki hjálpaði fórn hennar Póllandi. Og hefði Napóleon orðið sigursæll að lokum, hefði slíkt raunverufega getað haft í för með sér frelsi lands hennar. Þau dvöldu saman í Varsjá um stund, þnngað til hann varð að halda til vígvallanna, og upp frá því voru þau ekki samvistum nema endrum og eins. Þau urðu ætíð að skilja að nýju. í janúarmánuði árið 1808 sendi hann eftir henni, og hún hélt til Parísar. Þar áttu þau yndislegar stundir saman um liríð, og líklega hefur þetta verið eitt hamingjuríkasta tímabilið í lífi þeirra beggja. Hann liélt síðnn til vigvallanna á nýjan leik. Hiann sigraði Spán og síðan einnig Aust- urríki. Eftir orrustunna við Wag- ram, er færði Austurriki algeran ó- sigur, sendi hann enn eftir Marie, og hún hélt til Vínarborgar á hans fund. Og skömmu sðar tilkynnti hún honum, að hún væri barns- bafandi. Hann ákvað nú að lokum að skilja við Josephine. En hann gerði það ekki í þeim tilgangi að giftast „pólsku eiginkonunni“ sinni, sem Marie hefur þó kannski vonað (þótt hún kunni reyndar aldrei að hafa búizt við hjónabandi). Hún var hvorki dóttir konungs né keis- ara, en erfingjar hans urðu auðvit- að að vera konungbornir. Napóleon skildi við Josepliine. Svo giftist hann Marie Louise frá Austurríki, prinsessu of hinni keis- aralegu Habsborgarætt. Marie Lou-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.