Úrval - 01.07.1965, Blaðsíða 64

Úrval - 01.07.1965, Blaðsíða 64
62 ÚRVAL prófasts í Holtum í Önundarfirði. Matthildur, amma Magnúsar Hjalta- sonar, og Jón Sigurðsson forseti, voru systkinabörn. — Friðrikka var dóttir Kristjáns sterka Guð- mundssonar á Borg í Arnarfirði og Guðbjargar Markúsdóttur prests frá Álftamýri. Sumir af nákomnum for- feðrum Magnúsar voru taldir mjög andríkir og gæddir snilligáfum. Þeir voru djúphyggjumenn, sér- kennilegir og dulrænir. Er þar einkum til að nefna þá feðgana Jón Ásgeirsson og Ásgeir Jónsson, Holts- og Rafnseyrarpresta. En þau urðu örlög Magnúsar, að sökum ómegðar og fátæktar þeirra Hjalta og Friðrikku, komu þau honum í fóstur vestur í Önundar- fjörð. Hann var þangað borinn í skjóðu, er hann var sex vikna gam- all, yfir Álftafjarðarheiði að Hesti undir Hesti. Þar ólst hann upp við heldur lítið ástríki og fékk oft „kúlur að kemba“. Á unglingsárun- um varð hann fyrir áfalli, svo að hann lá rúmfastur á annað ár. Var hann þá sagður til sveitar. Um tví- tugsaldur var hann aftur orðinn vinnufær og hóf þá ýmiskonar störf, kenndi m.a. börnum á vetr- um, bæði vestra og einnig undir Eyjafjöllum. En hann varð aldrei fær um að borga sveitarskuldina, svo að hún varð óheillafylgja hans síðan alla tíð. Hann fastnaði sér stúlku, en presturinn vildi ekki gefa þau saman í hjónaband, þar eð Magnús stæði í skuld við hreppinn. Og þegar hann ætlaði að hefja bú- skap með unnustu sinni, var honum neitað um jarðnæði og sveitfesti, þar eð hann væri ekki giftur. I þessum vítahring hafði hann lifað við hin erfiðustu kjör. Guðrún Anna Magnúsdóttir, unnusta hans, fylgdi honum eftir stað úr stað um ísafjarðarsýslur, í ísafjarðar- kaupstað, Hnífsdal, Bolungavík, Álftafjörð og allt vestur í Súganda- fjörð. Það er vafasamt, hvort nokk- ur íslenzk kona á 20. öldinni hefur átt við erfiðari kjör að búa en Guð- rún Anna. Á þeim 16 árum sem þau Magnús voru saman, fluttust þau 25 sinnum, ýmist milli byggðarlaga eða úr einu luisi i annað i þorpum og kauptúnum. Hún ól honum sex börn og sá á bak fjórum þeirra ó- málga. Hún bjó við algjört öryggis- leysi og fékk aldrei viðurkenningu þjóðfélagsins til þess >að öðlast réttindi i sambandi við heitmann sinn. Hún varð þessvegna fylgikona hans, mót beggja vilja. Vikum sam- an og jafnvel mánuðum saman vissi hún ekki til hvers skyldi grípa matarkyns að morgni eða á hvern hátt væri unnt að ylja vistarveruna. Hún var oft klæðfá, en þurfti tíð- um að verjast kulda og nepju, jafnt innan dyra sem utan. Nú hafði Magnús lent i óþægilegum mála- rekstri. Og þegar hér var komið sendi Magnús hreppstjóra Súgfirð- inga tilkynningu þess efnis, að hann hyggðist setjast að í Súgandafirði. Og nú brá svo við, sem aldrei hafði fyrr gerzt, að allt gekk til betri veg- ar. Þórður hrcppstjóri Þórðarson sendi honum skriflegt játandi svar. Var Þórður því hinn fyrsti hrepp- stjóri, sem braut hina gömlu hefð, og mun sú ráðabreytni ekki hafa orðið neinum til meins. Magnús var því í rauninni fyrst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.