Úrval - 01.07.1965, Side 65

Úrval - 01.07.1965, Side 65
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUfí 63 nú kominn heim til þjóðfélagsins sem frjáls maður. Hann vann upp frá þessu á Suðureyri, aðallega við fiskverkun. Þar vann ég með lion- um nokkur missiri og geymi siðan minningar um sérstæðan mann og liugþekkan, gáfaðan og fjölfróðan. Frá barnæsku hafði hann hneigzt mjög til bóka, var orðinn „hús- lestrarfær“, er hann var sjö ára a& aldri og las á uppvaxtarárum allt það, er hann náði í af bókum og öðru rituðu máli. Jafnframt því tók hann ungur að yrkja og skrifa upp sagnir, ljóð og rímur. Og i sjúk- dómslegunni ó unglingsárunum hóf hann að skrifa dagbók og hélt þeirri iðju fram óslitið til hinstu stundar. Á hrakningsórum sínum notaði hann hverja stund frá vinnu og jafnframt margar stolnar stundir til ritstarfa og yrkinga. Hann var jafnan mjög heilsuveill, þoldi illa erfiðisvinnu, sem liann varð þó tíðum að sæta, og var á seinni árum beygður maður og lézt fyrir aldur fram, aðeins 43 ára að aldri. Þegar litið er yfir ritverk Magn- úsar virðist furðu gegna, hversu miklu hann afkastaði á þessu sviði. Hann skrifaði hálfar og heilar næt- ur, reis árla úr rekkju og hafði oft skrifað eða ort í 1—2 klukku- stundir, áður en hann fór til vinnu, kl. 6 að morgni. Og eftir vinnu skrifaði hann fram yfir miðnætti, venjulega við bágborið ljós, stund- um i skímunni meðan dagurinn var að renna eða dagurinn var að hníga. Ef lagðar væru i beina línu enda við enda allar línurnar í rit- verkum hans, myndi láta nærri að sú lína næði frá Elliðaám við Reykjavík, austur yfir Hellisheiði og til Hveragerðis, um 40 km. leið. Er i þessu reiknað með dagbókum hans, rímnaflokkum, þjóðsagna- söfnum, kvæðakverum, uppskrift- um lians af sögum, kvæðum og rím- um, bréf hans og pistlar. Dagbækur skrifaði hann frá 19 ára aldri til dauðadags, 24 ár alls. Þær eru alls 4351 blaðsiða. Önnur rit hans eru: Þjóðsögur og munn- mæli, 12 sögur, — Þjóðsögur, 19 sögur, — Frá heiðum til hafs, 144 blaðsíður, kvæði og kviðlingar eftir ýmsa, með skýringum og umsögn- um, — Grima, 374 blaðsíður, með fjölbreytilegu efni, bréfum ræðum, ])jóðsögum, upphafi að skáldsögu meðal margs annars, •— Upphaf að ævisögu, 79 bls. — Sjö rimnaflokk- ar: Rimur af Amhálesi kóngi, Ríma af Vígkæni kúahirði, — Rimur af Hálfdani Barkarsyni, — Gullþóris- rímur, — Rímur af Hrafnkatli Freysgoða, — Rímur af Fjalla-Ey- vindi og rímur um Angantý og Hjálmar. — Auk þessara rímna orti liann fjöldamargar einstakar rím- ur, og má þar til nefna Landnáms- mannarímu kringum ísafjarðar- djúp, Frakkarímu, um grunsamlega menn, sem gengu á land af frönsku skipi á Flateyri og talið var, að væru íslendingar, Formannsrímur úr Alftafirði og Súgandafirði, auk margs annars. Ljóðum sinum safn- aði hann í 9 bækur alls, smáar og stórar. Eftir því sem næst verður komizt, mun Magnús hafa ort nálægt 11 þúsund visur. Meiri hluti þess eru ferhendur, en þó er mikill fjöldi kvæða með 8 ljóðlínu erindum,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.