Úrval - 01.07.1965, Page 66
64
ÚRVAL
svo sem erfiljóð, brúðkaupskvæði
og önnur tækifærisljóð. Um alda-
mótin var hann búinn að yrkja um
6700 vísur, og siðasta ár aldarinnar
er honum léttast að yrkja, þá losar
liann þúsundið eða þvi nær 3 vísur
að meðaltali hvern dag ársins. í
þessum vísnafjölda eru 15 rimur af
Ambálesi kóngi og 4 rímur af
Hrafnkatli Freysgoða.
Sú breyting varð á ritstörfum
Magnúsar upp úr aldamótum, er
hann var kominn að þrítugu, að þá
tekur hann að rita sagnir og fróð-
leik ýmiss konar fremur en áður,
en yrkir ekki eins ört út af dag-
legum viðburðum sem fyrr. Á yngri
árum orti hann mikinn fjölda ljóða-
bréfa, en hætti því að mestu á
seinni árum. Hann orti nokkur
hundruð eftirmæli alls og var ekki
mikill áramunur að því.
Af ritverkum Magnúsar er ekki
margt prentað. Hann gaf sjálfur út
kvæðakver 1895, er hann nefndi
Munaðarleysingjann, seinna kostaði
hann útgáfu á Rímum af Fjalla-Ey-
vindi og rímu af Angantý ög Hjálm-
ari. í blöðum birti hann nokkrar
sagnir og ljóð.
Til þess að gefa nánari hugmynd
um innihald og efni ritverkanna,
skal nefna eftirfarandi: Fræðabálk-
ur um rímur frá ýmsum timum,
ritgerð um fornbýli í bínífsdal,
Súgandafjörður um 1900, — ritgerð
um Breiðdalsheiði, liverjir hefðu
orðið úti á heiðinni og í dölunum
beggja vegna við hana, — sögur
af Steindóri í Botni, einkennilegum
manni, sem alkunnur var vestra,—•
Sögur af Friðbert í Hraunkoti, orð-
heppnum gáfumanni, — sagnir af
Sigurði Breiðfjörð, — Rúnahellan
á Þingmannaheiði, — Skriðan
mikla á Hestdal, og auk þess fjölda
margar þjóðsagnir um huldufólk,
álagabletti, sædýr og ókindur, um
örnefni og sögulega staði.
Þá skal getið ritgerðar, er nefn-
ist: Skáld og hagyrðingar á íslandi
1902—1903. Telur hann þar upp
rúmlega 200 skáld, karla og konur
á öllum landshornum.
Enn má geta ritgerða, sem hann
skráði í dagbækur sínar, svo sem
ritskýringa, athugasemda og leið-
réttinga við bækur og rit, sem hann
las. Hann aflaði sér upplýsinga um
handrit og bækur, stundum rakti
hann sögu handrits á annað hundr-
að ár. Þá er að finna æviminningar
og nokkuð um ættfræði. Magnús
var draumamaður og Guðrún, unn-
usta hans, var einnig draumakona.
Hann skráði fjölmarga drauma
þeirra og annarra.
fíann tók ungur af skrifa sig
Magnús Hj. Magnússon og hélt þvi
á öllum ritum sínum. Hann hafði
jafnan í huga að skrifa fyrir les-
endur framtíðarinnar. Hann vænti
þess, að þeir myndu skilja lífsstarf
hans sem gjöf til menningar og
mennta islenzku þjóðarinnar. Hann
hafði barizt með kvölina í hjarta,
rekinn áfram af hinni ógnarlegu á-
stríðu. Víða lýsir hann þeirri ósk
sinni að lifa að einhverju til nyt-
semdar fyrir seinni kynslóðir.
í 10 ár átti hann heima við Djúp
og barðist þar binni hörðu baráttu
fyrir lifi sínu með allskonar strit-
vinnu. „Margt orti ég og skrifaði
á þessu tímabili,“ segir hann, „og
ég vildi óska, að það yrði einhverj-