Úrval - 01.07.1965, Qupperneq 66

Úrval - 01.07.1965, Qupperneq 66
64 ÚRVAL svo sem erfiljóð, brúðkaupskvæði og önnur tækifærisljóð. Um alda- mótin var hann búinn að yrkja um 6700 vísur, og siðasta ár aldarinnar er honum léttast að yrkja, þá losar liann þúsundið eða þvi nær 3 vísur að meðaltali hvern dag ársins. í þessum vísnafjölda eru 15 rimur af Ambálesi kóngi og 4 rímur af Hrafnkatli Freysgoða. Sú breyting varð á ritstörfum Magnúsar upp úr aldamótum, er hann var kominn að þrítugu, að þá tekur hann að rita sagnir og fróð- leik ýmiss konar fremur en áður, en yrkir ekki eins ört út af dag- legum viðburðum sem fyrr. Á yngri árum orti hann mikinn fjölda ljóða- bréfa, en hætti því að mestu á seinni árum. Hann orti nokkur hundruð eftirmæli alls og var ekki mikill áramunur að því. Af ritverkum Magnúsar er ekki margt prentað. Hann gaf sjálfur út kvæðakver 1895, er hann nefndi Munaðarleysingjann, seinna kostaði hann útgáfu á Rímum af Fjalla-Ey- vindi og rímu af Angantý ög Hjálm- ari. í blöðum birti hann nokkrar sagnir og ljóð. Til þess að gefa nánari hugmynd um innihald og efni ritverkanna, skal nefna eftirfarandi: Fræðabálk- ur um rímur frá ýmsum timum, ritgerð um fornbýli í bínífsdal, Súgandafjörður um 1900, — ritgerð um Breiðdalsheiði, liverjir hefðu orðið úti á heiðinni og í dölunum beggja vegna við hana, — sögur af Steindóri í Botni, einkennilegum manni, sem alkunnur var vestra,—• Sögur af Friðbert í Hraunkoti, orð- heppnum gáfumanni, — sagnir af Sigurði Breiðfjörð, — Rúnahellan á Þingmannaheiði, — Skriðan mikla á Hestdal, og auk þess fjölda margar þjóðsagnir um huldufólk, álagabletti, sædýr og ókindur, um örnefni og sögulega staði. Þá skal getið ritgerðar, er nefn- ist: Skáld og hagyrðingar á íslandi 1902—1903. Telur hann þar upp rúmlega 200 skáld, karla og konur á öllum landshornum. Enn má geta ritgerða, sem hann skráði í dagbækur sínar, svo sem ritskýringa, athugasemda og leið- réttinga við bækur og rit, sem hann las. Hann aflaði sér upplýsinga um handrit og bækur, stundum rakti hann sögu handrits á annað hundr- að ár. Þá er að finna æviminningar og nokkuð um ættfræði. Magnús var draumamaður og Guðrún, unn- usta hans, var einnig draumakona. Hann skráði fjölmarga drauma þeirra og annarra. fíann tók ungur af skrifa sig Magnús Hj. Magnússon og hélt þvi á öllum ritum sínum. Hann hafði jafnan í huga að skrifa fyrir les- endur framtíðarinnar. Hann vænti þess, að þeir myndu skilja lífsstarf hans sem gjöf til menningar og mennta islenzku þjóðarinnar. Hann hafði barizt með kvölina í hjarta, rekinn áfram af hinni ógnarlegu á- stríðu. Víða lýsir hann þeirri ósk sinni að lifa að einhverju til nyt- semdar fyrir seinni kynslóðir. í 10 ár átti hann heima við Djúp og barðist þar binni hörðu baráttu fyrir lifi sínu með allskonar strit- vinnu. „Margt orti ég og skrifaði á þessu tímabili,“ segir hann, „og ég vildi óska, að það yrði einhverj-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.