Úrval - 01.07.1965, Qupperneq 76
74
ÚRVAL
Sjónvarpsnotandi einn var dreginn
fyrir rétt á Irlandi og ákærður fyrir
að hafa komið sér undan þvi að kaupa
sjónvarpsleyfi. Er dómarinn spurði
ákærða um ástæðuna, svaraði hann:
„Ég komst að þvi, að tækið reyndist
alveg prýðilega án leyfis!"
—☆
Það var á funheitum sumardegi, að
ég stóð í langri biðröð í pósthúsinu.
Mér fannst ekkert ganga með af-
greiðsluna. Ég dáðist samt að þolin-
mæði konunnar, sem var að afgreiða.
Hún brosti vingjarnlega til allra,
Þrátt fyrir það, að yfir hana dundu
umkvartanir um hitann, lélega póst-
afgreiðslu og há burðargjöld. Loksins
kom röðin að mér. Ég ætlaði að fara
að spyrja hana, hvernig henni tækist
að varðveita góða skapsmuni þrátt
fyrir aliar þessar aðfinnslur, þegar ég
tók eftir litlu, svörtu eyrnalokkunum
hennar. Á öðrum stóð skrifað hvítum
stöfum: ,,Inn“ og á hinum „tJt“.
Robert L. Muise
—☆
Við læknisskoðun var maður beð-
inn um að teygja fram handleggina
og halda þeim framteygðum um
stund. Hendur hans skulfu mjög.
„Hve mikið drekkið þér?“ spurði
læknirinn þá.
„Varla nokkuð,“ sagði maðurinn.
„Ég helli því næstum öllu niður."
Það var barið fast að dyrur.i. Lækn-
irinn hafði ætlað að fá sér lúr og
reis nú á fætur með erfiðismunum.
„Hvað er það?“ spurði hann mann-
inn, sem stóð við dyrnar.
„Ég hef verið bitinn af hundi,“
sagði maðurinn vesældarlega.
„Nú, vitið þér ekki, að heimsóknar-
tíminn minn er frá 12 til 3?“
„Jú,“ stundi bitni sjúklingurinn,
„en hundurinn veit það ekki, enda
beit hann mig, þegar hana vantaði
20 mínútur í 4."
—☆
KONAN MEÐ BROSIÐ
Dr. Kenneth D. Keele í London
flutti erindi við Yaleháskólann í
Bandaríkjunum og kom fram með þá
hugmynd, að bros Monu Lisu væri svo
órætt, vegna þess að hún væri ófrisk.
En dr. Allen S. Johnson minntist á
aðra mögulega skýringu í bréfi sínu
til Læknablaðs Nýja Englands: „Þetta
drýgindalega, lævíslega bros getur
bara haft eina skýringu: Mona Lisa
er nýbúin að uppgötva, að hún er
efcfci ófrisk.“
Medical News
—☆
BARNALEIKUR
Verksmiðja, sem framleiðir iitakassa
fyrir frístundamálara og aðra viðvan-
inga, lætur fylgja eftirfarandi leið-
beiningar með hverjum kassa: Takið
litaspjaldið úr kassanum, kreistið dá-
litla málningu á það úr einhverri
túbunni, dýfið penslinum í málning-
una, og smyrjið henni á strigann.
Rembrandt, Titian og allir hinir
miklu málararnir notuðu þessa að-
ferð.“
Irish Digest
---☆
Söngurinn virðist nú vera á hraðri
niðurleið í Feneyjum. Raddlausu ræð-
ararnir, og þeir virðast nokkuð marg-
ir, eru nú allir með útvarpstæki.