Úrval - 01.07.1965, Síða 80
78
URVAL
nauðsynjalausu. Samkvæmt frásögn
hins fræga landkönnuðar Williams
Scoresbys, sem ferðaðist árið 1856,
var þetta „rikjandi siður á mörg-
um skipum, sem sigldu til Ástra-
liu“, en annar sjónarvottur frá 1862,
talar um það, sem hann nefndi
„morð hinna saklausu".
Hvernig er þá þessi þjóðsaga um
albatrosinn til komin? Sá maður,
sem einkum á sök á henni, virðist
vera Samuel Taylor Coleridge
(1772—1834), eingöngu með hinu
frægasta kvæði sínu „The Rime of
the Ancient Mariner“, sem var
fyrst gefið út 1798.
Fróðlegt er í þessu sambandi að
rifja upp, hvernig sagan varð til
í huga skáldsins. Það var haustið
1797, að hann lagði upp í göngu-
för í Somersetskíri ásamt vini sín-
um, skáldinu Wordsworth og syst-
ur hans Dorothy. Hvort skáldið um
sig ákvað að yrkja kvæði upp í
kostnaðinn af ferðalaginu, og Col-
eridge lagði drög að sögunni um
„gamla farmanninn" sinn, eins og
hann síðar nefndi hann, og var
hún að nokkru leyti tekin úr
draumi, sem annan vin hans hafði
dreymt.
Coleridge ræddi þessa hugmynd
við Wordsworth, sem þegar leizt
vel á hana og stakk upp á ýmsum
viðbótum. Mörgum árum síðar
skýrði Wordsworth einum vini
sínum svo frá um þetta:
„Mestan hluta sögunnar hafði
Coleridge samið sjálfur; en ég stakk
upp á fáeinum atriðum til viðhót-
ar. Einum eða tveimur dögum áð-
ur hafði ég lesið i Voyages (ferða-
sögum) eftir Shelvocke, að þegar
hann sigldi fyrir Horn-höfða
(syðsta odda Suður-Ameríku),
liefðu þeir séð mikið af albatrosum
á þeirri hreiddargráðu. . . . „Hugs-
aðu þér“ sagði ég, „að þú hefjir
söguna á því, að hann hafi drepið
einn af þessum fuglum um leið og
hann kom inn i Kyrrahafið, og að
verndarvættir þessara svæða hafi
viljað hefna þess g'læps."
.Bókin sem varð tilefni þessara
hugleiðinga Wordsworths um alba-
trosinn, var í rauninni bók George
Shelvockes höfuðsmanns A Voy-
age Round the World by Way of
the Great Soath Sea, gefin út í
Lundúnum árið 1757, og í henni
lýsir höfundurinn þeim selum,
mörgæsum, störusvölum og alba-
trosum, sem þeir sáu á þessum suð-
lægu breiddargráðum. Síðan skýr-
ir hann frá því, að dag nokkurn
í októher 1719 hafi litla skipið
hans, Speedwell, lent i „samfelld-
um hryðjum af slyddu, snjó og
regni,“ sem stóðu dögum saman,
með alskýjuðum himni og án þess
að þeir sæju einn einasta fugl eða
fisk:
„Að undanskildum einum dap-
urlegum svörtum Albitross (sic),
sem fylgdi okkur í nokkra daga
og hringsólaði umhverfis okkur
eins og hann væri villtur, þar til
Hatley (annar skipstjórinn mirin)
komst að þeirri niðurstöðu, er hann
var í þungu skapi, að fylgd þess
þunglyndislega fugls væri okkur
til óheilla, og ákvað þvi að koma
honum fyrir kattarnef, í þeirri von,
að við fengjum þá betra veður og
hagstæðari byr. .. .“
Kynlegt er það, að þar sem alba-