Úrval - 01.07.1965, Side 83
LAXINN
81
Allar þessar stöðvar, að midan-
skildum þeim, sem nota reknet,
liggja mjög skammt undan landi.
Frá þessum strandstöðvum gengur
laxinn og silungurinn til heggja
átta meðfram sérhverjum hluta
strandarinnar, enda þótt gangan
sé venjulega sterkari i aðra áttina
en hina.
Fram með norðurströnd Antrim-
héraðs, til dæmis, er gangan yfir-
gnæfandi til vesturs, og greinilegt
er, að það sem ræður því, að gang-
an liggur aðallega í þessa átt, er
nálægð ánna Foyle, Bann og Bush
í þeirri átt.
Laxar, sem eiga heima i þessum
ám, leitast þess vegna við, cr þeir
koma upp að ströndinni, að átta
sig' á i hvorri áttinni þessar ár eru.
Þar sem árnar Foyle, Bann og
Bush koma til sjávar vestarlega i
Antrimhéraðinu, stefna göngurnar
meðfram miklum hluta strandar
þessa héraðs til vesturs. Hins vegar
endurveiðist mikill liluti þeirra
laxa, sem merktir eru i stöðvum
bæði fyrir norðan og sunnan ána
Moy, einmitt í þeirri á.
Augljóst er, að laxinn keniur ut-
an af hafi á mörgum stöðum við
ströndina, og ganga þeirra, eftir
að þeir eru komnir upp að strönd-
inni, virðist vera undir því kom-
in, í hvorri áttinni þær ár liggja,
sem þeir eiga heim í, frá þeim
stað, þar sem þeir komu upp að
ströndinni.
Óhrygndir laxar hafa oft endur-
veiðzt langar leiðir (yfir 200 míl-
ur) frá þeim stað á írlandi, þar sem
þeir hafa verið merktir. Mesta
vegalengd, sem skýrt hefur verið
fra, var 1234 mílur frá strönd
Mayohéraðs til suðvesturstrandar
Svíþjóðar. Hrygndir laxar hafa
einnig endurveiðzt langt frá merk-
ingarstað.
í flestum tilvikum er kunnugt um,
bæði hvaða dag laxinn var merkt-
ur og honum sleppt og einnig hvaða
dag hann veiddist aftur. Sömuleið-
is má mæla stytztu vegnlengd á
milli þeirra staða, þar sem hann
var merktur og endurveiddur. Af
þeim upplýsingum má fara nærri
um hraða hans á ferðinni, sem þó
að sjálfsögðu er lágmarkshraði,
þar sem hvorttveggja er, að laxinn
getur ekki farið stytztu Ieið á milli
staðanna og svo er ekki víst að
hann sé alveg nýkominn á stað-
inn, þegar hann veiðist aftur.
Litill hundraðshluti af merktum
laxi og silungi fór fram úr 20 mílna
hraða á dag.
Mestur hraði, sem greint er frá,
var 30 mílur á dag. Yfirleitt hefur
Iiraðinn reynzt heldur minni i
rannsóknum þeim, sem gerðar
hafa verið í írlandi, heldur en í
Noregi og Skotlandi.
Við merkingar á laxi, sem er á
leið til sjávar, hefur komið i ljós,
að hann ferðast stundum langar
leiðir. Lax, veiddur í ánni Owena
i Donegalhéraði, hefur endur-
veiðzt við vesturströnd Skotlands;
lax úr ánni Nore í Kilkennyhéraði
hefur endurveiðzt við strönd Mayo-
héraðs; lax úr Cork Blackwater,
í mynni árinnar Sewern á suðvest-
urströnd Englands, og loks hafa
fjórir laxar úr ám í Mayohéraði
veiðzt út af vesturströnd Græn-
lands.