Úrval - 01.07.1965, Page 87
Á FERÐ MEÐ KALLA
85
óskað eftir, kraftmikinn, hrað-
gengan bíl með húsi aftan á,
tveggja manna rúmi, eldavél með
fjórum hellum, upphitunartæki,
kæliskáp og Ijósum, sem allt gekk
fyrir butangasi, salerni með kem-
iskum rotútbúnaði, geymslurými
og neti fyrir gluggum til þess að
verja mig gegn skordýrum. Ég
skírði farartækið Rocinante eftir
hinum fræga hesti Don Quixote.
Og er brottfararmorgunninn nálg-
aðist ákvað ég að taka með mér
ferðafélaga, gamlan, franskan og
virðulegan loðhund, er ber nafnið
Kaili. Kalli er fæddur stjórnmála-
maður og samningamaður. Hann
kýs samninga fremur en áflog, enda
er þetta alveg rétt af honum, þvi
að hann er mjög ónýtur i áflogum.
En hann er góður varðhundur og
félagi og vill heldur ferðast en
gera nokkuð annað, sem ímynd-
unarafl hans spannar yfir. Hann
iagði fram drjúgan skerf til þess,
að ferð þessi mætti ganga vel.
CONNECTICUTFYLKI
Og brottfararmorgunninn rann
upp, sólskinsbjartur haustmorgunn.
Við hjónin kvöddumst i flýti, því
að okkur er báðum meinilla við
skilnaðarstundir.
Er við Kalli tókum stefnuna
norður eftir Connecticutfylki, datt
mér i hug, að það væri skrambi
gaman að geta boðið fólki, sem
ég hitti á leiðinni, að skreppa með
mér heim í bílhús til þess að fá
sér einn litinn með mér, en ég hafði
bara gleymt að birgja mig upp af
drykkjarföngum.
Og svo kom ég auga á litla búð
i skógarrjóðri skammt frá veginum.
Hjá henni var vel hirtur garður,
og fyrir neðan gluggann héngu
blómakassar. Ég pantaði amerískt
whisky, skozkt whisky, gin, ver-
mouth, konjak, brennivín og kassa
af bjór. Þetta var skrambi stór
pöntun fyrir litla sveitaverzlun.
Eignadinn var aldraður maður, hálf
grámyglulegur í framan en þó ung-
legur, og þessi stóra pöntun hafði
djúp áhrif á hann.
„Þetta hlýtur að eiga vera stór-
veizla.“
„Nei, þetta eru bara ferðabirgð-
ir.“
Hann hjálpaði mér að bera kass-
ana út að bílnum, og ég opnaði
hurðina á Rocinante.
„Hvað, ætlarðu i þessu?“
„Auðvitað.“
„Um allt?“
Og þá kom ég auga á það, sem ég
átti eftir að sjá svo oft á ferðalagi
inínu, ákafan löngunarsvip. „Al-
máttugur! Ég vildi, að ég gæti farið
lika.“
„Nú, kanntu ekki vel við þig
hérna?‘
„Jú, jú, það er allt í lagi með
liað. En ég vildi samt, að ég' gæti
farið.‘
„Nú, þú veizt jafnvel ekki, hvert
ég er að fara.“
„Mér er alveg sama. Mig langar
til þess að fara hvert á land sem
er.“
Er ég nálgaðist stóru borgirnar,
varð ég að lokum að yfirgefa veg-
ina, sem bugðuðust undir limi
trjánna. Ég gerði allt hvað ég gat
til þess að aka framhjá. Þetta voru