Úrval - 01.07.1965, Blaðsíða 88
86
ÚRVAI
háværar iðnaðarborgir með óskap-
legri umferð.
Bandarískar borgir eru eins og
grcifingjaholur. Þær eru umkringd-
ar alls konar drasli ■— allar saman
hrúgum af ónýtum og ryðguðum
bilum og eru næstum að kafna í
ruslhaugum af öllum mögulegum
gerðum. Allt, sem við Bandaríkja-
menn notum, kaupum við í kössum,
pökkum, dósum, fötum, tunnum og
alls kyns umbúðum, sem við elskum
svo heitt. Hinir fjallháu hlaðar af
alls konar hlutum, sem við fleygj-
um, eru miklu fyrirferðarmeiri en
þeir hlutir, sem við notum í raun
og veru. Á þessu má öllu fremur
sjá hina ofsalegu og næstum á-
byrgðarlausu ofgnótt framleiðslu
okkar.
Er ég ók um l)essar slóðir, datt
mcr i hug, að í Frakklandi og á
Ítalíu hefðu allir þessir hlutir, sem
við köstuðum frá okkur, verið not-
aðir á einn eða annan hátt. Þetta
er ekki sagt sem gagnrýni á neitt
ákveðið kerfi, en ég velti því
stundum fyrir mér, hvort sá tími
muni ekki koma, að við höfum ekki
lengur efni á eyðslusemi okkar.
NEW HAMPSHIREFYLKI
f'.g beygði inn á hvíldarsvæði
akandi ferðamanna og stöðvaði
Rocinante þar. Svo dró ég fram
landakortabókina mína. Skyndilega
urðu Bandaríkin svo risavaxin, að
það var alveg ótrúlegt. Þau virtust
vaxa svo ofboðslega, að það virtist
algerlega útilokað að komast nokk-
urn tima þvert yfir þau. Ég velti
þvi fyrir mér, hvers vegna í ósköp-
unum ég hefði farið að steypa mér
út í framkvæmd, sem ekki væri
hægt að framkvæma. Þetta var líkt
og að byrja á að skrifa skáldsögu.
Þegar ég horfi fram á yeginn og'
mér verður hugsað til þess dapur-
lega, óframkvæmanlega verkefnis
að verða að skrifa 500 blaðsíður,
verð ég gripinn slíkri vanmáttar-
kennd, að það er sem ég sé að verða
veikur, og ég veit, að ég get aldrei
gert þetta. Svo skrifa ég smám sam-
an eina blaðsíðu og síðan aðra.
Ég get ekki leyft sjálfum mér að
hugsa lengra fram á veginn en til
eins dagsverks í senn, og ég úti-
loka þann möguleika úr vitund
minni, að ég muni nokkru sinni
ljúka verkinu. Og þannig var því
nú farið, er ég leit á ímynd Ame-
riku, marglita og skæra.
Kalli rak nefið fast upp að eyra
mínu og sagði: „Ftt.“ Hann er eini
liundurinn, sem ég hef nokkru
sinni vitað til, að geti borið fram
samhljóðann F. Það er vegna þess,
að framtennur hans eru bognar,
en sú ógæfa hindrar hann í að geta
tekið þátt í hundasýningum. Orðið
„Ftt“ þýðir venjulega, að hann
vilji gjarnan heilsa upp á runn eða
tré. Ég opnaði bílhurðina og hleypti
honum út, og hann hóf siðan hina
virðnlegu athöfn með tilhlýðilegri
viðhöfn.
Við lögðum svo af stað að nýju
og ókum allan síðari hluta dagsins.
Leið mín lá norður í Vermontfylki,
svo austur í New Hampshirefylki.
Þá var ég kominn upp í Hvítufjöll.
I söluskýlunum við þjóðvegina lágu
hrúgur af gullnum og rauðbrúnum
graskerum og eldrauðum eplum,
sem voru svo unaðsleg og sæt undir