Úrval - 01.07.1965, Page 94

Úrval - 01.07.1965, Page 94
92 ÚRVAL þar var nægur súgur til þess að næra hann. ViS eldana unnu harðsviruð lið púka og drísildjöfla, og verkefni þeirra var ég sjálfur. Ég fann hrátt vellíðunarkennd gagntaka mig. Upp á siðkastið hefur Guð verið okkur eins konar góður náungi, sem við höfum getað meðhöndlað sem raungóðan félaga. Og þetta hefur skapað hjá okkur eins konar tómleikakennd, líkt og skapast, þeg- ar pahbi er i boltaleik með strákn- um sínum. En þessum Guði þarna norður i Vermontfylki var alls ekki sama um mig. Nei, honum var svo annt um mig, að hann gerði sér það ómak að taka duglega í lurginn á mér, þegar á þurfti að halda. Hann varpaði nýju ljósi skilnings á syndir minar. Áður höfðu þær verið litlar að vöxtum og vesældar- legar, en ])essi prestur fékk þær itl þess að vaxa og dafna og veitti þeim allt að þvi virðuleikablæ. Ég fann til slikrar andlegrar uppörvunar, að ég lagði 5 dollara i söfnunarbaukinn, og á eftir tók ég hlýlega í höndina á prestinum úti fyrir kirkjudyrum og reyndar í hendur eins margra kirkjugesta og ég komst yfir að heilsa. Og á ferð minni yfir þvert meginlandið fór ég alltaf í kirkju á sunnudög- um og skipti þá um trúfélög viku- lega. En enginn prestur komst með tærnar þar sem þessi Vermont- prestur hafði hælana. Hann boðaði trú, sem virtist hafa möguleika á að standast öll óveður. í OHIOFYLKI Allt frá upphafi ferðar minnar, hafði ég forðazt fullkomnu hrað- brautirnar, sem bílar fóru um á miklum hraða. En ég hafði slórað of lengi í Nýja Englandsfylkjunum. Veturinn færðist nú í aukana, og ég sá mig í anda fastan í snjóskafli vestur í Norður Dakotafylki. Ég leitaði að innanfylkisvegi nr. 90, fann þann breiða og fullkomna veg, og svo æddi Rocinante af stað eftir þessum risavegi. Þessar miklu hraðbrautir eru dá- samlegar fyrir vöruflutninga, en ekki heppilegar fyrir þá, sem vilja skoða landslagið á leiðinni. Maður er bundinn fastur við stýrið og augu manns eru sem logsoðin við bílinn, sem er rétt á undan manni og við afturspegilinn, þar sem lita getur bilinn, sem fylgir fast á hæla manni, og við hliðarspegilinn, þar sem líta getur bilinn, sem er í þann veginn að æða fram úr manni. Og jafnframt öllu þessu eftirliti verð- ur maður að lesa á öll möguleg og ómöguleg skilti vegna ótta um, að einhverjar leiðbeiningar eða skip- anir fari nú fram hjá manni. Þegar þessar hraðbrautir verða komnar þvert yfir öll Randaríkin, verður mögulegt að aka allt frá Nevv York til Kaliforníu án þess að sjá nokk- urn skapaðan hlut. Ég ók þessa breiðu, atburðalausu hraðbraut fram hjá .Buffalo og Erie allt vestur til Madison í Ohio- fylki, og þar fann ég þjóðveg nr. 20, sem er jafn breiður, og ók á honum fram hjá Cleveland og Tol- edo. Á þessum vegum, sem lágu út úr iðnaðarborgunum þarna í hin- um miklu iðnaðarhéruðum, gat að líta mörg hús og heimili á ferð og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.