Úrval - 01.07.1965, Page 101
A FEHfí MEÐ IiALLA
alltaf að svíða nafn sitt i trjástofn
af atlri sinní ást.
TEXASFYLKI
Texasfylki, sera er heilt land í
sérliverjum skilningi þess orfis, er
alltaf að hóta þvi að ganga úr
fylkjasambandinu. Við liftfum heyrt
Texasbúa hóta þessu svo oft, að
ég stofnaði félagssamtök, sem bera
nafnið ,,Hinir Bandarísku Stuðn-
ingsmenn Úrsagnar Texas úr
Fylkjasambandinu“. Þegar ég
minnist á þessi félagssamtftk, er
fljótlega breytt um umræðuefni.
Texasbúar vilja vera færir um að
segja sig úr fylkjasambandinu, en
[>eir vilja ekki, að neinir óviðkom-
andi óski þess, að þeir geri það.
Erfðavenjum landnemanna, kúa-
bændanna, er haldið í lieiðri af
ást og' virðingu í Texasfylki. Þegar
einhver dettur í lukkupottinn, finn-
ur oliu í jörðu eða gerir hagstæðan
framteiðslusamning við ríkis-
stjórnina, græðir á efnavinnslu eða
á því að selja matvörur i heildsölu,
þá er það ævinlega hans fyrsta verk
að kaupa búgarð, þann allra stærsta
sem hánn hefur efni á, og koma sér
þar upp nautahjörð.
Sagt er, að búgarðslaus maður,
sem býður sig fram til opinberra
starfa eða sækir um eitthvert opin-
bert embætti, sem kjósa skal í, hafi
mjög litla möguleika á að ná kosn-
ingu. Kaupsýslumenn ganga í
hælaháum kúrekastígvélum, þótt
þau komist kannske aldrei í snert-
ingu við ístað, og vellauðugir menn,
sem eiga hús í París og fara reglu-
lega á rjúpnaveiðar í Skotlandi,
99
tala um sjálfa sig sem „sveita-
stráka“.
Það væri ósköp auðvelt að hæð-
ast íið ])essari afstöðu þeirra, ef
maður vissi ekki, að þeir eru þannig
að reyna að halda í tengsl sin við
styrk og óbrotinn einfaldleika þess
mikla lands, sem heitir Texas. Ó-
sjálfrátt finna þeir, að landið sjálft
er ekki eingöngu uppspretta auðæfa
hetdur einnig styrks og orku. Og
orka Texasbúa er gengdarlaus og
ofsafengin. Auðugi maðurinn, sem
hefur keypt sér sinn búgarð, rek-
ur i raun og veru búgarðinn sjálf-
ur, en kaupir hann ekki svona
rétt aðeins að gamni sinu. fiann
vinnur þar, hvenær sem tækifæri
gefst til, lítur eftir hjörðum sínum
og eykur við þær. Það er næstum
yfirþyrmandi reynsla að komast i
tæri við þessa orku i hinu yl'ir-
þyrmandi loffstagi, er þar ríkir.
Og erfðavenjum harðrar erfiðis-
vinnu er haldið í lieiðri, hvort sem
um auð eða fátækt er að ræða.
Ég hef ferðazt um mestiillt Texas-
fylki, og innan endimarka þess
lief ég séð geysilega fjölbreytni.
Þar getur að lita hvers kyns lands-
lag, mjúkar linur og hvassar, og
þar er einnig um að ræða geysi-
tega fjölbreytt loftslag. Harður
norðanstormur getur þar bitið ó-
þyrmilega í kinnar manna og svið-
ið innan nasirnar. Hinar endalausu
liörkulegu sléttur, umgirtar af sjón-
deildarhringnum einum, eru ger-
ólíkar skógivöxnum liæðum og un-
aðslegum lækjum Davisfjalla. Hinir
frjósömu aldingarðar Rio Grande-
dalsins eiga ekkert skylt við hag-
lendin í Vestur-Texas, þakin salv-