Úrval - 01.07.1965, Síða 105
103
Svo^a eR L[fi%
Pabbi lærði upphaflega að aka í
hestvagni, svo að hann var alltaf dá-
litið viðutan við stýrið í nýja bílnum
sinum. Eitt sinn er hann var að fara
á milli búgarðsins síns og verksmiðj-
unnar, var hugur hans allur bundinn
beljum og hænum og hann ók yfir
vegamót þjóðvegarins alveg skeyting-
arlaust. Skömmu síðar stöðvaði vega-
lögreglan hann og spurði: „Vissirðu
ekki, að það var stöðvunarmerki við
vegamótin?"
Pabbi leit upp og svaraði alveg
hissa: „Jú, auðvitað vissi ég, að þetta
skilti var þarna. En ég vissi bara
ekki, að ég var þarna."
R. Huffman
-—■k
Gamanleikarinn Fred Allen var einu
sinni að virða fyrir sér verkamenn,
sem unnu baki brotnu við að brjóta
upp göturnar á Manhattan í New
York. Að lokum varð honum að orði:
„Sko, það, sem þeir ættu að gera,
er einfaldlega að setja bara rennilás
í miðjar göturnar."
Earl Wilson
——*
I „Klúbbi erlendra fréttaritara“ í
New York sagði Irene Kuhn einu sinni
eftirfarandi sögu, sem er upprunnin í
Peking: Viðskiptavinur pantaði eitt
sinn kjötrétt á veitingahúsi í Peking
og varð mjög ieiður, er hann sá bút
af hjólbarða í honum. E'n þjónninn
hafði skýringu á reiðum höndum:
„Sko, það fer . allt fram samkvæmt
áætlun, félagi. Bíllinn er nú kominn
í stað hestsins."
Leonard Lyons
-—★
Trúboði rakst eitt sinn á galdra-
lækni inni í miðjum frumskóginum,
og barði hann trumbu sína af öllum
lífs og sálar kröftum. „Hvað er á
seyði?" spurði trúboðinn óstyrkum
rómi. „Nú, við höfum ekkert vatn,“
svaraði galdralæknirinn. „Nú, og ertu
kannski að senda bæn um regn?“
vogaði trúboðinn sér að spyrja. „Nei,
síður en svo,“ sagði galdralæknirinn
og hnussaði fyrirlitlega. „Ég er bara
að senda skilaboð til pípulagningar-
mannsins."
Bennett Cerf
—— ★
Veiðimaður fór eitt sinn i veiðiferð.
Dvaldi hann i kofa veiðiklúbbs síns
og skaut geysimarga fugla, en hund-
ur húsvarðarins aðstoðaði hann dyggi-
lega. Hundur þessi hét „Sölumaður".
Næsta ár kom hann aftur og spurði
eftir „Sölumanni". „O, hundræfillinn
er orðinn alveg ómögulegur," svaraði
húsvörðurinn.
„Nú, hvað kom fyrir?“ hrópaði
veiðimaðurinn. „Varð hann fyrir
siysi?"
„Nei, eitthvert fífl kom hingað í
veiðiferð og kallaði hann „Sölustjóra"
alla vikuna. Og nú situr rakkaskömm-
in bara kyrr á rassinum og geltir
illskulega að öllum.“
Capper’s Weekly