Úrval - 01.07.1965, Síða 114
A siðustlidmim 15 árum hefur sjónvarpið tekið örari
framförum en nokkurn óraði fyrir, og er nú orðið
voldugt tæki og útbreitt um víða veröld. Og enn heldur
Jiað áfram að útbreiðast með ótrúlegum hraða og verða
æ stærri þáitlur í lífi fólks i öllum heimsálfum. En þá
vaknar spurningin: Hvaða áhrifum veldur það, einkum
á hugmyndir og hegðun barna?
Hver eru áhrif sjónvarps
á börn yðar?
í Kanadu kom i tjós, þegar börnin hófu skólagöngu, að
börn í þeim borgum, sem höfðu sjónvarp, voru, hvað
orðaforða snerti, um það bil einu ári á undan börnum
þeirra borga, sem ekki höfðu sjónvarp. En sex árum
siðar kom í Ijós, að þessi mismunur var horfinn, og
uð þau börn, sem höfðu sjónvarp, voru raunverulega
ver að sér nm opinber málefni, en vissu hins vegar
meira um alls konar skemmtiefni, en þau börn, sem ekki
áttu kost á að horfa á sjónvarp.
Eftir Wilbur Schramm.
Þegar börn fara mjög ung að
horfa á sjónvarp, byrja þau venju-
lega á þeim atriðum, sem ætluð
eru börnum — brúðum, dýrum,
barnasögum og söngvum o. s. frv.
En mjög bráðlega fara þau að veita
athygli dagskrá hinna fullorðnu Dg
taka hana fram yfir. Umfram allt
kjósa þau fremur hin ofsafyllri
vatriöi dagskrárinnar, þar með'al
hin vestrænu (úr hinu „villta
vestri“), ævintýrin og sakamála-
leikritin. Niðurstaðan verðu sú,
jafnvel á barnaskólaaldrinum, að
þau horfa meira á dagskrá hinna
íullorðnu, en á dagskrá barnanna.
IÐ ATHUGUN á sjón-
varpi og tómstunda-
gamni verður það at-
riði mest áberandi,
og sker sig úr, hve
óskaplega miklum tíma barnæskan
helgar sjónvarpinu. í þeim löndum
þar sem kostur er á sjónvarpi í
meira en örfáar klukkustundir á
dag og þar sem athugaður hefur
verið sá tími, sem börnin horfa á
sjónvarpið, má gera ráð fyrir að
venjulegt barn á aldrinum 6—16
ára, eyði á milli 500 og 1000
klukkustundum á ári fyrir framan
myndaskerminn.
112
Iris Digest