Úrval - 01.07.1965, Qupperneq 115
ÁURIF SJÓNVARPS
113
Smckkur barnanna cr kominn í
nokkurn veginn fastar skorður þeg-
ar á 10—11 ára aldri. Sennilegt
er, að barn, sem hueigist að vissri
tegund dagskrárefnis í sjónvarpinu,
kjósi einnig fremur svipað efni í
vinsælum tímaritum (magazines)
og kvikmyndum.
Komið hefur í Ijós í Englandi,
að ef ekki var nema um vissa teg-
und sjónvarpsefnis að ræða, sem
börnin urðu annaðhvort að horfa
á eða ekkert ella, kusu þau fremur
að horfa á það, þótt þau ættu ekki
von á neinni ánægju af því, og
fengu að lokum áhuga á því. Þannig
má víkka smekk þeirra og bæta
að vissu marki. En eigi börnin
l'leiri kosta völ, liafa þau tilbneig-
ingu til að kjósa þá tegund dag-
skrárefnis, sem þeim hefur áður
þótt meira gaman að, og þá er
hætt við, að smekkur þeirra verði
fastari í formi og þrengri.
Er líklegt að sjónvarp á heimili
skólanemenda verði til þess að auka
dugnað þeirra við námið? Þeirri
spurningu er erfitt að svara.
Algengt er, að fólk láti í ljós von-
ln-igði yfir því, að sjónvarpið skuli
ekki kenna börnunum meira en
það gerir. Vissulega ætti að vera
hægt að nota betur tæki með slík-
um möguleikum sem sjónvarpið
hefur. Vér ættum í dag að geta
verið hreykin af því, að geta bent
á yngri kynslóð, sem væri fróðleiks-
fúsari, margfróðari og atorkusamari
sökum þess, að vér hefðum getað
opnað þeim nýjan glugga út til
heimsins. Hvað er þá að? Það mætti
virðast hrein lastmælgi, að þótt
tíu ára barn kunni enn að geta tínt
upp nokkra fróðleiksmola úr sjón-
varpinu, þá geti 13 ára barn það
því aðeins að það sé heimskt, og
að sjónvarpið komi barninu að
þeim mun minna gagni sem barnið
er greindara.
Flestir þeir, sem athugað hal'a á-
hrif sjónvarps á börn, eru ófúsir
að kannast við, að það eigi neinn
verulegan þátt í að valda lögbrot-
um eða glæpum, sem börnin hafi
lært af sjónvarpinu af tilviljun eða
ásetningi. Rætur slíkrar gtæpa-
hneigðar liggi miklu dýpra en til
sjónvarpsins; þær tiggi í skapgerð-
inni, áhrifum frá fjölskyldunni,
samneyti og andlegum skyldleika
við aðra jafnaldra lögbrjótsins eða
glæpamannsins. Sjónvarpið getur í
hæsta lagi valdið herzlumuninum,
og hefur að líkindum aðeins áhril'
á þau börn, sem eru fyrirfram spitt
eða hneigð til lögbrota.
Sökum þess, hve mikið af því
skemmtiefni, sem börnin horfa á í
sjónvarpinu er ofsafengið (violent),
hafa þeir, sem fást við slikar at-
liuganir, beint athygli sinni að því
hvaða áhrif allur þessi ofsi og ol'-
beldi geti haft. í fyrstunni var
sett fram sú kenning, að ofbeldi
í sjónvarpi kynni að verka líkt og
eins konar öryggisloki, sem gæti
hjálpað barninu til að losna við
innibyrgða löngun til ofbeldis. En
nú liafa menn, eftir fjölda margar
tilraunir, komizt að alveg gagn-
stæðri niðurstöðu.
Við vitum að börn, sem eru
bneigð til ofbeldis, sækjast sérstak-
lega eftir ofsafengnu sjónvarpsefni.
Ef nú sjónvarpið gerir frekar að
glæða en draga úr ofbeldishneigð