Úrval - 01.07.1965, Page 119

Úrval - 01.07.1965, Page 119
HANDAN VIÐ ENGLAND 117 ur í blóma. í litla bílnum okkar ókum við eftir hlykkjóttum veg- um meðfram 1000 óra gömlum kletta múrveggjum og búgörðum, sem fyrst voru nefndir fyrir 880 árum siðan i Domesday Book (jarðabók Englands frá dögum Vilhjálms bastarðar). Á eyðilegu heiðalandinu komum við allt i einu auga á hið mikla Lanyon Quoil, furðulegt og for- sögulegt ininnismerki úr steinum. 1500 árum fyrir Krists burð hefur einhver óþekkt þjóð reist á rönd þrjár gríðarstórar steinhellur, tveggja mannhæða hóar og lagt of- an á þær geysimikinn 17 feta lang- an liellustein eins og þak. Þessar steindysjar — eða quoits eins og Cornwallar nefna þær — eru að líkindum minnisvarðar ættarhöfð- ingja, og til að reisa þá geta þeir ekki hafa haft annað en steinaldar vogarstangir og kálfskinnsreipi. Viðsvegar um Cornwall rekst ferðamaðurinn á undarlegt sam- bland af leifum mannvirkja frá heiðnum og kristnum sið. Hring- laga steinbyrgi og krossa, stein- hauga og helgar lindir, moldar- hauga og grafreiti, hefur fólk frá bronsöld og steinöld, Keltar og rómverskir dýrlingar, skilið eftir sig á vixl. Landið er auðugt af leif- um frá steinaldartilbeiðslu og frjó- semisdýrkun. Á stormbarinni heið- inni hjá Madronþorpi stendur Men- -an-Tol, eða Gatasteinninn, sem sagt var að börnum hafi verið stungið í gegnum „niu sinnum á móti sól“, til þess að lækna þau af beinkröm. Nálægt Lamorna eru „the Merry Maidens“, 19 steinar í hring, sem eiga að tákna örlög heimskra meyja, sem brugðu á glens á sunnudegi. SJÓEÆNINGJAR OG SMYGLARAR Fyrstu ævintýramennirnir, sem stigu á land á Cornwall, hafa sennilega verið fró Miðjarðarhafinu — sumir segja kaupmenn frá Tyr- us og Sídon, sem seldu silki, safran og kryddvörur fyrir tin. Næstir þeim kornu svo Keltar og Róm- verjar, sem fóru með ófriði, og loks Englendingar. En jafnvel Eng- lendingum tókst aldrei fyllilega að sigra Cornwall, sem barðist af stolti og harðneskju fyrir sjálfstæði sinu, og varðveitti sitt sérstæða tungumál, trú og siði. Þegar Jakob II Englakonungur veitti kaþólskum sérstaka vernd, bar Cornvellskur kirkjumaður, Jonathan Trelawny biskup, fram áköf mótmæli og var fangelsaður í Lundúnakastala (Tower of London) 1688. Flokkur harðsnúinna Cornwalla héldu til Lundúna honum til bjargar. Þeir fengu hann látinn lausan, og sneru aftur heim til að syngja það, sem síðar varð eins konar cornwellsk- ur þjóðsöngur, „Trelawny“. Og hafa þeir ákveðið stund og stað? Og á Trelawny að deyja? Hér eru 20 þúsund cornwellskir menn, Sem heimta að vita hvers vegna! í Cornwall var lengi fylgsni sjó- ræningja og smyglara. Sjóræningja- flokkur Lady Mary Killigrew réðist djarflega til uppgöngu á spánskt kaupfar í Falmouthhöfn eina storm- nótt, drekkti áhöfninni og hirti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.