Úrval - 01.07.1965, Side 120
118
URVAL
farrainn. í Prussia Cove, skammt frá
Cuiiden Point, átti fylgsni „Fair
Trader Jolin“ eða Carter eða „Kon-
ungur Prússiu", sem á árunum
1770—1807 sendi smyglskip sín
yfir sundið til Frakklands, þar sem
liann rak ábatasama verzlun með
spiritus, te, silki, musselin, knippl-
inga og tóbak. Á ströndinni þar er
urmull af liellum, sem sumir eru
tengdir með leynigöngum við út-
sýnishús fyrir ofan.
1 augum Cornwalla var smyglið
eins konar lögleg „frjáls verzlun“.
„Smygl og meþodismi héldust löng-
um í hendur,“ segir Hamilton Jenk-
ins.
„Strandræningjar“ (,,wreckers“)
létu lieldur eki á sér standa. Frá
örófi alda hafa stormar og stór-
sjóir lirakið skip upp að hinni
hættulegu klettaströnd „The Liz-
ard“ (sandeðlunni). Og þar rændu
Cornwallar þau. Ríkjandi fjölskyld-
ur fyrri alda merktu sér að sjálf-
sögðu ákveðinn hluta strandar-
innar, þar sem þeir áttu „rétt“ á
öllum skipreikum. Síðar liéldu hin-
ir fátæku einnig fast á sínum rétti,
og leikpredikari einn á Scillyeyj-
nnum, út af Lands End, lauk bæn-
uin sínum að jafnaði með þessari
viðbót: „Vér biðjum þig, ó drott-
inn, ekki um það að skipsströnd
verði, en ef skipsströnd skyldu
verða, að þú viljir þá beina jieim
til Scillyeyja, til hagsbóta fyrir
hina fátæku íbúa.“
En sagnfræðingar skýra cinnig
svo frá, að Cornwallar hafi livað
eftir annað hætt lifi sínu til þess
að bjarga skipreika mönnum svo
þúsundum skipti. Meira að segja
varð eitt hörmulegt slys við strönd
Cornwalls til þess, að fundið var
upp eitt bezta björgunartæki allra
tíma, linubyssan og björgunarstóll-
inn. Snemma á 19. öldinni rak
freigátuna Anston á slcer skammt
frá The Lizard, og skipstjórinn á-
samt áhöfninni, meira en 100
manns, fórst i brimgarðinum. Á
meðal áborfenda, sem stóðu hjálp-
arvana á ströndinni, var Henry
Trengrouse, sem strengdi þess heit
á þeim degi, að hann skyldi finna
ráð til þess að bjarga fólki á slík-
um sökkvandi skipum. Síðar, full-
komnaði Trengrouse, ásamt fleir-
um, línubyssuna til þess að skjóta
„línu“ út í skip í sjávarháska, og
veitti þannig heiminum björgunar-
tæki, sem siðan hefur bjargað þ?ús-
undum mannslifa.
Mesta dásemd Cornwalls er
ströndin, og bezta aðferðin til að
sjá hana er að ganga götur hennar
og kanna hinar geðþekku borgir
hennar og þorp. Full af tilhlökkun
lögðum við leið okkar til St. Ives,
sem þjóðsagan segir að liafi 'verið
grundvölluð á 5 öld, og settumst
að í stórri bogadreginni vík með
safírbláum sjó. Með gráum stein-
kofum sínum og pastelmáluðu búð-
um, sem standa í einum hrærigraut
ýmist nokkrum þrepum fyrir ofan
eða neðan þröngar og óreglulegar
göturnar o gstrætin, er þetta sann-
arlega einn hinn yndislegasti blett-
ur á jörðinni.
Hálftíma gang frá St. Ives stendur
hið skrítna, næstum auða Zennor-
þorp, með höggmynd sína af sitj-
andi hafmeyju í þorpskirkjunni.
Hin fagra höggmynd heldur á