Úrval - 01.07.1965, Side 121
HANDAN VIÐ ENGLAND
11!)
spegli, r>g er að kemba þang úr
úfnum hárlokknm sinum. Hún er
ii?) minnsta kosti 500 ára gömul,
þvi aS hún var þarna þegar kirkj-
an var cndurbyggö á 15. öld. Þjóð-
sagan segir, aö hafmeyjan liafi
dregist aö kirkjunni af sálmasöngn-
um og orfiiö ástfangin af syni óð-
alsbóndans, og lokkaÖ hann með
sér niður í hafdjúpin.
T iöandi árdegismistri komum
viö fyrst auga á annaö, sem mark-
vert er að sjá í Cornwall, St. Mic-
haels fjallið. Þaö er klettahœð, þar
sem á tólftu öld var reist munka-
klaustur Benediktsreglunnar, en nú
er fjallið krýnt ævintýrahöll. Um
flóð er St. Michael eyja, en nm
fjöru má ganga út í hana eftir
steingarði. Helgisögn segir, að þar
liafi Mikael erkiengill birzt sem ein-
setumaður. Játvarður góði konung-
ur Engilsaxa (the Confessor 1042
1006) leyfði Benedikstmunkum
aö reisa þar klaustur í kastalastíl,
vigi og helgidóm um aldaraðir. í
dag er fjallið aðsetursstaður St.
Lcvan lávarðar, og dregur að sér
sívaxandi fjölda ferðamanna.
Hlnir upprunalegu Corn'wallar
voru harögert fólk með sigggrónar
hendur — námumcnn, bændur og
fiskimenn — sem lifðu á grófu og
þungu fæði. Ljúfmeti þeirra er enn
i dag „herby“-skorpusteik (svina-
flesk með jurtum), svins-búðingur
soðinn eða „hleyptur“ rjómi og —
uppáhaldið ómissandi — ,,pasty“
(kjötposteik).
Sumir segja, að „pasty“ sé þann-
ig til komið, að húsmóðir nokkur í
Cornwall, sem árum saman hafi
nestað mann sinn, sem var námu-
maður, með gömlum og ólystugum
hádegismat, sem hann hafði með
sér niður i námuna. Dag nokkurn,
er hann hótaði henni öllu illu, datt
henni í hug bragðgott nesti í á-
gætum umbúðum. Hún vafði nauta-
kjöt og kartöflur (beef and tetty)
i himnu af skorpusteik, braut hann
saman fyrir endana, og úr þessu
varð vel umbúin og næringargóð
máltið, sem féll ágætlega i úlpu-
vasa námamannsins. Ef hana skorti
nautakjöt og kartöflur bjó hún til
„pasty“ úr makril eða sílcl eða
hverju öðru, sem hún hafði hand-
bært —og svo var ságt, að Kölski
þyrði aldrei að koma til Corn-
wall, af ótta við að verða látinn i
„pasty“.
Sé ekið til norðurhluta Corn-
walls, er fyrst komið til liinnar
rólegu borgar Camelford, sem
Tennyson nefnir „Camelot“. Við
Slaugbterbrú, segir þjóðsagan að
orrustan hafi staðið á milli Arth-
urs konungs og valdræningjans
Modred, árið 542.
Fjórar inílur frá Camelford er
Dozmary Tjörn, staðurinn þar sem
Arthúr hvarf, og tjörnin, sem Sir
Bedivere var skipað að fleygja í
hinu ósigrandi sverði, Excalibur.
Og litið eitt norðar cr hinn hálf-
hrundi Tintagel kastali, þar sem
þjóðsögur segja að Artbúr konung-
iii’ og Hringborðsriddararnir hans
hafi liaft aðsetur sitt. Kastalarúst-
irnar gnæfa 300 fet yfir hið villta
og harðhnjóskulega heiðland. Fyrir
neðan, í ldettunum á milli öskrandi
brotsjóanna, glyttir í töfrahellir
Merlins. Bergnuminn stóð ég þar