Úrval - 01.07.1965, Síða 122
120
ÚRVAL
og rifjaði upp fyrir mér ,,hli)lls nf
the King“ eftir Tennyson.
Og þá nótt er Uther í Tintagel
hvarf. .. .
Var borið af öldunum og inn i
logann
Nakið ungbarn fyrir fætur
Merlins,
Sem laut niður. tók upp barnið
og hrópaði, „Konungurinn!“
Hinn rétti Arthur konungur var
að likindum keltneskur ættarhöfð-
ingi, sem stýrði löndum sínum gegn
Söxum, sem réðust á landið á 5.
öld. Enn í dag sverja cornwellskir
ættflokkar sig við „Sverð Arthúrs
konungs“ og halda minningu hans
á loffi. En enginn sönnun er fyrir
því, að hann hafi nokkurn tíma
haft hirð sína i Tintagel. Sann-
leikurinn er sá, að eftir umfangs-
mikinn uppgröft þar árið 1930,
komst atvinnumálaráðuneytið að
þeirri niðurstöðu helzt, að Tintagel
hefði upphaflega verið reist á 6.
öld sem keltneskt klaustur, en síðar
verið víggirt. En það efast um, að
þessar miklu rústir standi i nokkru
sambandi við Arthur konung. T>eið-
sögumaður okkar lét svo um mælt
á meðan við dvöldum þar: „Ég
mundi ekki vilja segja, að hann
hefði nokkurn tima haft hér aðset-
ur, og ég get heldur ekki sagt, að
hann hafi ekki haft það.“
í Tinagel er einhvern veginn
auðveldara að trúa þvi að hann hafi
haft það.
Þegar gamall prestur var spurður að því, hvers vegna guð hefði
aðeins búið til tvær manneskjur, þau Adam og E'vu, svaraði hann: „Til
þess að enginn geti sagt með sanni: Ég er kominn af betri forfeðrum
en þú.“ Irish D'igest
Pete Reilly, sem skipulagði hnefaleikakeppni í New York, var al-
þekktur sem slunginn samningamaður. Eitt sinn veiktist hann, og að
lokum leyfði hann, að læknir skyldi sóttur. Læknirinn rannsakaði hann
gaumgæfilega og sagði síðan: ,,Ég get komið þér í gott lag.“
„Hve mikið?" spurði Pete veiklulega.
„400 dollarar."
„Of mikið," hljóðaði svarið. „Þú verður að slá af. Sko, ég fékk betra
t.iiboð frá jarðarfarastjóra í morgun."
Irish Digest
Skemmtiferðamaður við hringjara i irskri kirkju: „Hvers vegna eru
klukkurnar að hringja, maður minn?“
Hringjarinn: „Sko, þær hringja, af því að ég kippi í klukkustrenginn."
Dóchas liagh anró: Vonin er læknir ailra þrauta.
\ Gamall írskur málsháttur