Úrval - 01.04.1969, Blaðsíða 17

Úrval - 01.04.1969, Blaðsíða 17
HVERS MÁ VÆNTA AF NlXON? 15 máli, þar sem honum, þrátt fyrir öfluga andspyrnu, tókst að afhjúpa mann einn fyTÍr landráð og fá hann dæmdan. Árið 1953 valdi Eisenhower hers- höfðingi hann sem varaforseta. Em- bætti þetta hefur oftlega orðið drag- bítur á frama stjórnmálamanns, en fljótlega kom í ljós, að Nixon var bæði starfsamur og snjall varafor- seti. Hann stóð sig bráðvel, þegar kringumstæður voru erfiðar, eins og til að mynda, þegar hann heim- sótti Venezuela ásamt konu sinni og átti það á hættu að verða myrtur í kommúnistiskum uppþotum. Enn- fremur stóð hann sig vel í svo- nefndum „eldhússumræðum“ við rússneska leiðtogann Nikita Krush- chev. Þegar Eisenhower forseti varð þrívegis alvarlega veikur, árin 1955, 1956 og 1957, stóð Nixon með prýði í stöðu sinni sem varaforseti. Þótt hann undir þessum kringumstæðum færi með forsetatign, lét hann sem minnst á valdi sínu bera og breytti sem minnst daglegum háttum sín- um. Árið 1960 völdu Republikanar hann sem forsetaefni. Það var erfitt að þurfa að biðja Eisenhower að vera hlutlausan í því kjöri, en lækn- ar ráðlögðu honum að reyna sem minnst á sig. Þegar Nixon tapaði kosningunum með þeim minnsta mun, sem átt hefur sér stað í samskonar kosning- um á þessari öld, vildu sumir ákafir fylgjendur hans fá kosninguna ó- gilda, en hann hindraði allar að- gerðir í þá átt. Tvö lykilríki, Illi- nois og Texas, vann Kennedy með afar litlum mun. í báðum þessum ríkjum komu fram dæmi um kosn- ingasvik. Hefði það verið viður- kennt af yfirvöldunum, mundi það að líkindum hafa breytt heildartöl- unni svo, að Nixon gæti hafa flutzt í Hvíta húsið árið 1961. En endur- talning á atkvæðum mundi hafa skapað ólgu í landinu, sem Nixon taldi mjög óheppilegt um þessar mundir. Þegar blaðamaður einn hóf að birta greinaflokk í blað sitt um kosningasvik, sagði Nixon blátt áfram við hann „Ég vil ekki undir nokkrum kringumstæðum eiga þátt í að skapa stjórnmálaöngþveiti, hvort sem þar eru um að ræða for- setaembættið eða eitthvað annað.“ Eftir forsetakosningarnar 1960 sneri hann aftur til heimafylkis síns og tók til starfa hjá málfærslu- firma einu í Los Angeles. Árið 1962 gaf hann færi á sér til kjörs til fylkisstjóra í Kaliforníu og barátt- an stóð milli hans og þáverandi fylkisstjóra, Edmunds Brown. Úr- slitin urðu stóráfall fyrir Nixon. Stjórnmálaferill hans virtist á enda. Hálfu ári síðar eða í maí 1963 flutti hann búferlum til New York, þar sem hann gerðist samstarfsmað- ur í gömlu, þekktu málfærslufirma, sem heitir nú „Nixon Mudge Rose Guthrie Alexander & Mitchell.“ Og nú hófst uppgangur Nixons á ný, — merkilegasta viðreisn fallins frambjóðanda í stjórnmálasögu Bandaríkjanna. Mótlætið er strangur kennaiú. Hvaða tilfinningar búa nú í brjósti Nixons? Hvernig maður er hann?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.