Úrval - 01.04.1969, Blaðsíða 45

Úrval - 01.04.1969, Blaðsíða 45
VEIKTIST — OG VARÐ LEIKARI 43 Leikfélaginu. É'g sagði „já, herra“ og „nei, herra“ og svoleiðis. Svo gaf Lárus mér meðmæli til að læra í Danmörku. Ég kom heim að námi loknu, og við það er í raun- inni ekki miklu að bæta. Ég hef starfað við leiklist óslitið síðan. Leikara þykir vænzt um þau hlut- verk, sem mestra átaka krefjast. Því meira sem verk heimtar af hon- um, því meiri hluti sem verk verður af honum sjálfum, þeim mun vænna þykir honum um það. Það er sama hvaða hlutverk er, — það er aldrei hægt að vinna það samvizkusamlega með aðfengnum hjálpargögnum, — stælingum. Það verður alltaf falskt. Efnivið í hlutverk er ekki hægt að sækja í aðra námu en sjálfan sig. Svo er bara spurningin, hvern- ig æðarnar liggja í þessari námu. Fólk hefur í sér flesta þætti mannlífsins, aðeins missterka. Leik- ari verður að leita að viðkomandi þætti í sjálfum sér í hvert skipti, draga hann fram og spila á streng- inn. Það er ef til vill alltaf hægt að herma eftir, en það sannfærir eng- an. Maður sannfærir hvorki sjálf- an sig né aðra með því móti. Góður mótleikari er alltaf lær- dómsríkur. Hann er mikil reynsla og til ómetanlegs gagns. Þegar leikarinn finnur þennan ólýsanlega straum, sem þarf að fara á milli leikara, sem leika hver á móti öðrum, þá sannfærist hann um, að hann sé ekki að gera neina vitleysu. í fyrsta skipti, sem ég fann þenn- an straum, var þegar ég lék á móti Indriða heitnum Waage í Sölumað- ur deyr eftir Miller. Þar lék ég ann- an af sonum hans. Þessi samruni í leik, — að finna, að það er satt, sem verið er að segja og gera, — það er eins og tvö skaut sem mætast. Þetta er til- finning, sem gerir því miður alltof sjaldan vart við sig. Fulltrúar ýmissa bæjarfélaga innan Sambands bæjar- og sveitanfélga Nýja-Hamshirefylkis höfðu hlustað um stund á tvo lögfræðinga, iðn- rekanda og skattasérfræðing lýsa fyrir þeim nýju skattakerfi. Hrósuðu þeir því á hvert reipi og sögðu, að það hlyti að verða til mikilia bóta að taka það upp í stað hins úrelta skattaálagningarkerfis fylkisins. Síðan var fundarmönnum boðið að bera fram ýmsar spurningar. Og þá kom það fljótt fram, að allar tilraunir til þess að gera endurbætur á skattakerfinu i hinu afturhaldssama Nýja-Hampshirefylki höfðu átt lítilli velgengni að mæta á umliðnum árum. Að iokum stóð bæjarráðs- maður frá smábæ einum á fætur og gaf mjög góða lýsingu á hinni hefðbundnu afstöðu íbúa þessa fyikis með eftirfarandi orðum: „Fólkið hérna í Nýja-Hampshirefyiki heldur dauðahaldi í ýmislegt, sem rekja má a!lt aftur til byrjunar 18. aldarinnar. Eitt af þessu er sú aðferð, sem þeir nota til þess að auka kyn sitt. Oig, svei mér þá, ef mér er ekki óhætt að staðhæfa, að þeir mundu frekar breyta til, hvað það síðarnefnda áhrærir en það fyrra.“ Jay Gallagher.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.