Úrval - 01.04.1969, Blaðsíða 43
SKOTNIR MEÐ KÖLDU BLÓÐI
41
þeim áleiðis að aðalbrautinni. Og
foringinn áræddi ekki inn í þröng-
ina með tóma byssu.
Undir eins og ég kom á aðal-
brautina stökk ég inn í einn þrí-
hjóla leigubílinn, veifaði peninga-
seðli og gaf bílstjóranum bendingu
um að aka með mig til dómkirkj-
unnar.
Bíllinn rann af stað í áttina til
miðsvæðis borgarinnar, og við
stönzuðum aðeins einu sinni til að
taka með okkur ástralskan her-
mann, sem varð nokkurs konar
vopnaður lífvörður minn, unz við
komum að bandarískri varðstöð.
Þar gaf ég skýrslu um, hvað komið
hafði fyrir mig og félaga mína.
Það var ekki fyrr en fimm stund-
um seinna, að bandarískt ruðnings-
lið komst á vettvang undangeng-
inna átaka. Blóðug lík félaga minna
lágu enn í aurugri götunni.
'Y’msir hafa spurt mig síðar: Er-
uð þér viss um, að Vietcong-menn-
irnir hafi vitað, að þið voruð
óbreyttir borgarar? Já, ég er alger-
lega viss um það. Enda létu Viet-
cong-menn grímuna falla næstu
daga, og leyniskyttur þeirra hikuðu
ekki við að skjóta á blaðamenn.
Hver var ástæðan? Sú, að frétta-
menn þeir, sem starfa í Saigon, eru
skaðlegir áróðri Vietcong-mann-
anna, eru vitni að óförum þeirra,
eru vitni að handtökum þeirra, sjá
lík þeirra föllnu borin burt, og frá
þessum hlutum segja þeir í frétta-
tímum hljóðvarps og sjónvarps og
dálkum blaðanna.
☆
UM ÁSTINA
• Ef þér hugsið um konuna
yðar, á meðan þér horfið á
knattspyrnukappleik, þá eruð
þér enn ástfanginn af henni.
Clark Gable.
• Ástin er barnasjúkdómur,
alveg eins og hlaupabólan:
Sumir deyja af henni, aðrir
verða aldrei jafngóðir aftur,
sumir fá slæm ör eftir hana
og svo eru aðrir, sem ekki er
unnt að sjá, að hafi nokkurn
tíma fengið hana.
C. Hauch.
• Ástin nærist á óvissunni.
Romain Rolland.
• Það er aldrei um fórn að
ræða hjá þeim, sem elskar.
Björnstjerne Björnsson.
• Það er aldrei of seint,
þegar um er að ræða ást, sem
varir allt lífið.
Maurice Maeterlinck.
• Ástin er vinsælustu mis-
tök í heimi.
Noel Coward.