Úrval - 01.04.1969, Blaðsíða 97

Úrval - 01.04.1969, Blaðsíða 97
HVÍTI UNDRALÆKNIRINN í VELLORE 95 þær líta vel út,“ sagði hann var- færnislega. „Við hvað eigið þér?“ „Þetta eru lélegar betlihendur,“ svaraði ungi maðurinn. Svo skýrði hann lækninum frá því, að enginn vildi veita honum atvinnu né jafnvel húsaskjól, vegna þess að á honum mætti enn sjá merkin, sem holdsveikin hafði skil- ið eftir. Áður fyrr hafði fólk aumk- að sig yfir hann, er það sá bæklað- ar hendur hans. En nú fann fólk ekki lengur til neinnar meðaumk- unar, er það sá heilar hendur hans. Ungi maðurinn var tekinn á sjúkrahúsið að nýju. (Brand læknir hafði nú loks fengið tvö rúm til um- ráða handa holdsveikissjúklingum). Eftir að hann hafði hvílzt þar vel um hríð og fitnað, náði hann aftur fullri heilsu. Hann hafði lært að vélrita, áður en hann hafði sýkzt af holdsveikinni, og Paul fannst það nú vera heppileg hvatning fyr- ir unga manninn að reyna að þjálfa þessa leikni sína að nýju. Hindúinn tók nú til óspilltra málanna, og brátt var hann farinn að vinna sér inn peninga með því að vélrita ým- islegt fyrir sjúklinga, sem höfðu efni á að notfæra sér þjónustu hans. En Brand læknir gerði sér grein fyrir því, að þetta var ekki lausn- in á aðalvandamálinu. Brátt kom líka að því, að annar sjúklingur, sem farinn var af sjúkrahúsinu og kom þangað í endurskoðun, lét sér hið sama um munn fara og ungi Hindúinn. „Hvíti læknir, vitið þér, að þér hafið valdið mér tjóni?“ „Valdið yður tjóni?“ Þessi sjúklingur hafði ekki held- ur getað fengið neitt starf til þess að spreyta hinar læknuðu hendur sínar á. Og þegar hann sneri sér aftur að gamla betiinu, komst hann að raun um, að fáir vildu gefa hon- um, þar til flestir létu sem þeir sæju hann ekki. „Hvað á ég að gera, herra læknir?“ spurði hann. Þessi spurning hitti Brand lækni beint í hjartastað, því að hún snerti sjálfan tilgang alls starfs hans óþyrmilega. Var hann kannske að skapa þannig betlara, sem voru óhæfari til betlsins en hefðu hend- ur þeirra verið bæklaðar? Svarið var auðvitað augljóst. Það varð að kenna þessum sjúklingum eitthvað, sem gat hjálpað þeim til að afla sér lífsviðurværis, einhverjar iðn- ir, sem þeir gætu stundað sjálfir án þess að þurfa að leita á náðir ann- arra í atvinnuleit. En hvernig yrði hægt að koma slíku í kring? Það hlaut að vera til einhver samastað- ur, þar sem sjúklingar þessir gætu búið, meðan þeir lærðu einhverja iðn. Einnig hlutu að vera til þjálf- aðir leiðbeinendur, er gætu kennt þeim. Allt þetta mundi kosta mikla peninga, og þeir voru alls ekki fyr- ir hendi. Að vísu höfðu ýmsir vinir í Englandi sent fjárframlög, sem höfðu verið notuð til þess að greiða fyrsta kostnaðinn við tilraunastarf Brands læknis og aðstoðarmanna hans. En það fé var langt frá því að nægja fyrir sívaxandi kostnaði við rannsóknir og bæklunaraðgerð- ir. Morgun einn hóf Paul máls á þessu vandamáli við sjúkling, sem hafði mikinn áhuga á starfi hans. Sjúklingur þessi var „Móðir“ Eaton.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.