Úrval - 01.04.1969, Blaðsíða 103
HVÍTI UNDRALÆKNIRINN í VELLORE
101
um og þrjá fjórðu úr þumlungi af
þessum hérna,“ svaraði hann. En
núna voru allir fingur hans um einn
þumlungur á lengd.
„Geturðu munað eftir nokkru
sérstöku, sem komið hefur fyrir
þig síðan, sem hefði getað orsakað
slíkt?“ spurði Brand. Sjúklingur-
inn minntist nokkurra óhappa.
hann hafði brennt sig nokkrum
sinnum og einnig marið sig. En það
hafði ekki verið um nein meiri
háttar slys að ræða.
Brand fór á fund Harry Paul,
sem er þekktur holdsveikisérfræð-
ingur og æðsti stjórnandi Chingle-
put. „Fingur þessa manns hafa ver-
ið að styttast síðustu fimm árin, og
samt hefur hann verið laus við
smitun í sjö ár,“ sagði hann.
„Hvernig getur slikt verið holds-
veiki?“
Harry Paul átti engin svör á
reiðum höndum við spurningu þess-
ari, svo að Brand fór nú að rann-
saka nánar vefi fingurstúfanna.
Hann tók svolítil vefjasýnishorn og
bað dr. Edward Gault, yfirmann
sjúkdómafræðideildar læknaskól-
ans, um fullkomna efnagreiningu.
Dr. Gault skýrði Brand lækni síð-
an frá því, að öll vefjasýnishornin
virtust alveg eðlileg. f sumum varð
vart við vefjaör, en hvergi varð
vart við nokkurn vott af holds-
veiki.
Leyndardómurinn upplýstist því
ekki fyrr en Brand læknir tók eft-
ir mjög athyglisverðu dag einn í
„Miðstöð hins nýja lífs“. Hann
varð mjög hissa. Hann var að reyna
að opna hurð að geymsluherbergi,
en hengilásinn var ryðgaður, og
hann gat ekki snúið lyklinum. Einn
af sjúklingunum kom þá til hans
og teygði fram höndina eftir lykl-
Hvað er Vatíkanið f 6. Hvað heitir myntin
stórt að ummáli? m 1 | í Júgóslavíu?
Hvaða ár var sátt- 7. Hvað heitir keisar-
máli Sameinuðu 1 þjóðanna hátíðlega M 1 inn í Eþíópíu?
undirritaður? Æ M ' 8. Hver leikur lækn-
/ / inn Richard Kimble
Eftir hvern er M Æ í sjónvarpsþættin-
skáldsagan „Húsið í um „Á flótta“?
hvamminum“? IbhbJ ■■■■ 9. Hvað eru margir
Hverjar eru tvær lítrar í einum
stærstu borgir í LmbJ hektólítra?
Bandaríkjunum? 10. Hver er utanríkis-
Hver samdi leikrit- ráðherra Breta um
ið „Gauksklukk- llvl7T þessar mundir?
an“? ■ Bilfc 1 U Svör á bls. 115.
V.