Úrval - 01.04.1969, Blaðsíða 29
ENGINN GUÐ, ENGIN SYND, EKKERT . . . .
27
er það allt upp á túllið. Nema hvað
ég sagði þeim, að sennilega væri
það kaldara á túllinu og ekki til-
kippilegt fyrir strákana okkar
vegna kulda og skringilegs sköpu-
lags. En ég huggaði þær með því,
að Rússinn segði að þetta mundi
liðkast til á báða bóga með tíman-
um. Ég sagði þeim líka, að Rússinn
segði, að á túllinu væri enginn guð
og engin synd og ekkert helvíti.
Því að eins og segir í skáldskapnum
um skaparann:
Ollum er nærri og öllum er kær
og elskar hvert hjarta, sem lif-
andi slær.
Hvað frúrnar sögðu við þessu? O,
þær bara hlógu. Þetta eru beztu
konur. Vissu sem var, að karlinn á
Laugaveginum er ekki eins slæmur
og hann vill vera láta. Ærslast og
gerir að gamni sínu.
Forfeður mínir voru allt galdra-
menn, bæði andlegir og tímalegir.
Kjartan Þorkelsson, faðir minn,
bróðir Jóns Þorkelssonar skjala-
varðar, kallaður forni. Langamma
pabba var dóttir Jóns á Bægisá. Afi
ömmu var Þórleifur í Bjarnarhöfn,
dulsýnismaður og fiarsýnismaður,
svo að þið siáið, að ég lýg ekki al-
vee. þegar ég segist vera af galdra-
mönnum kominn.
Eg er ættaður af vondu fólki úr
Staðarsveitinni á Snæfellsnesi. Þið
viliið þá náttúrlega vita, hvað ég
segi um sögur séra Arna og Þór-
bergs. Þær eru allar á vissan hát.t
sannar. ekki kannski sannar í þess
orðs fyllstu merkingu, en samt
sannar, — pínulítið vansagt, en
ekkert ofsagt. Ef segja á sögu
hreppsfélags, sem alla tíð hefur
troðið í sama farinu í hálfgerðu
andleysi og algeru tilbreytingar-
leysi, þá verður engin bók úr því.
Það vill enginn eiga svoleiðis bók.
Þegar bækurnar hans Þórbergs eru
lesnar, verður að líta fyrst og
fremst á sögumanninn, séra Árna,
sem var prestur þarna í fjörutíu ár.
Þetta eru hlutirnir séðir frá hans
sjónarhóli. Þetta eru hans hug-
myndir um eilífðarmálin og allt
hitt. Sannleikurinn er náttúrlega til
hliðar. En það er enginn að tala
um hann!
Aldrei gleymi ég, þegar krafta-
verkið gerðist á elliheimilinu með
hann Gísla gamla — undir messu
hjá prestinum þar. Gísli gamli var
orðinn slæmur til gangs, en eftir
ræðu prests þurfti hann naumast
stafprik eða hækju. Þegar séra Árni
frétti þetta, sagði hann: „Ekkert
skil ég í honum guði að láta gerast
kraftaverk hjá honum — þessum
líka hundheiðna presti!'
Séra Árni var bráðnauðsynlegur.
Hefðum við ekki átt menn eins og
Magnús sálarháska, Sölva Helgason,
— Kjarval og Kiljan, — Þórberg
og séra Árna, — þá hefðum við
ekki lifað þetta af.
Einhverju sinni varð Magnús sál-
arháski að lifa í heila viku á munn-
vatni sínu einu saman. Aðra viku
varð hann að lifa á guðsorði. Og
það var hans versta vika!
Auðvitað trúi ég á drauga. Það
geri ég. Eg hef reyndar aldrei orð-
ið var við draug sjálfur, ekki stór-
draug að minnsta kosti. Eg sakna
drauganna. Þeir eru svo vanræktir
nú á dögum, greyin. Gamla fólkið.
— það vissi hvernig þeir voru inn-