Úrval - 01.04.1969, Blaðsíða 121
ÉG LÉT SON MINN DEYJA
119
legt og sagði: „Barnshafandi kon-
ur verða oft óþarflega kvíðafullar,
þegar stutt er til fæðingarinnar.“
En fjórum dögum seinna, þegar
barnið var í heiminn komið, áttaði
hann sig á, að alvara hafði verið á
ferðlnni. Þegar hann kom til mín
fram í biðstofuna, sagði hann:
„Þér hafið eignazt son, en hann
er því miður mjög veikburða. Hann
er ekki fær um að vera á brjósti,
kreppa lófana, sparka eða gera
neinar þær hreyfingar, sem venju-
legar eru hjá nýfæddum börnum.
Bersýnilega hefur naflastrengur-
inn þvingazt á einhvern hátt og ekki
fært barninu nægilegt súrefni.“
En súrefnisskortur segir fyrst til
sín í heilanum. Berist ekkert súr-
efni til heilans í fjórar til fimm
mínútur, verður hann fyrir
skemmdum. En Edward litli hafði
þjáðst af súrefnisskorti í fjóra daga.
Hann var þegar settur í súrefn-
istjald og barnalæknir kvaddur á
vettvang, óvenjulega elskulegur
maður. Hann staðfesti sjúkdóms-
greiningu fæðingarlæknisins og
sagði, að ef barnið héldi lífi, mundi
það líf verða mjög veikt.
Læknirinn bað mig að láta Normu
ekki vita allan sannleikann, fyrr
en hún væri búin að ná sér eftir
fæðinguna. En hún skildi, að eitt-
hvað var að, þar sem ekki var kom-
ið með barnið til hennar til að gefa
því brjóst.
„Það er eitthvað smávegis athuga-
vert við andardráttinn," sagði ég.
„Drengurinn hefur verið látinn í
súrefnistjald." Norma var enn í
móki eftir svæfinguna og sætti sig
við skýringu mína.
Tveim dögum seinna, þegar hún
var fær um að ganga niður í barna-
stofu, sá hún Edward í fyrsta sinn.
Hún hafði ekki minnsta grun um,
að neitt alvarlegt gengi að syni
sínum. Hann leit út eins og öll hin
nýfæddu börnin þarna í stofunni
með þeirri undantekningu, að yfir
vöggunni hans var súrefnistjald, og
var vaggan dálítið frá stóra glugg-
anum, sem sneri að ganginum, þar
sem foreldrarnir gátu horft inn til
barnanna sinna.
Eftir að Norma hafði séð Edward
talaði barnalæknirinn við hana.
Hún hefur ævinlega tekið öllum
erfiðleikum af undraverðri still-
ingu. Henni féllst ekki hugur, en
hún trúði lækninum algerlega, er
hann lýsti fyrir henni ástandi son-
arins og hún gerði sér ekki falsk-
ar vonir.
Fimm dögum semna brottskráðist
hún af sjúkrahúsinu. Þegar hún
kom heim, háttaði hún sig undir
eins ofan í rúm, haldin bakverk og
öðrum lasleika. Á sama tíma var
Edward litli settur á barnadeild
sjúkrahússins. Það líður mér aldr-
ei úr minni, hve erfitt mér reynd-
ist að ganga gegnum barnastofuna,
þar sem glaðlegt hjal barnanna söng
í eyrum mér, og bak við hvíta for-
hengið, sem skildi vöggu Edwards
frá hinum. Hann lá stöðugt graf-
kyrr, eins og hann svæfi vært,
bærðist ekki, nema það sem mátti
greina af veikum andardrættinum.
Hann opnaði aldrei augun og grét
aldrei.
Okkur Normu þótti afar vænt um
Edward litla; og sú ást hafði búið
um sig áður en hann fæddist. Við