Úrval - 01.04.1969, Blaðsíða 75

Úrval - 01.04.1969, Blaðsíða 75
í NÓTT ÆTLA ÉG AÐ SOFA í FANGELSI . . . 73 þess að fela hann. Þarna var til staðar skjaldmeyjalið, röskar og vel þjálfaðar stúlkur, sem beittu kylf- um sínum móti kylfum lögregluliðs- ins. Hvað eftir annað sneru konurnar sér til konungsins með bænarskjöl sín, en fengu auðvitað ekki leyfi til að koma fram fyrir hann, og skjölunum var viðstöðulaust fleygt í pappírskörfur innanríkismála- ráðuneytisins. En Emmeline lét sér ekkert fyrir brjósti brenna. Hún lýsti því yfir að hún ætlaði að ná tali af konunginum til þess að bera fram fyrir hann bænaskjal sitt, en þegar þar að kom, var höll hans umkringd hinu fjölmennasta lög- regluliði, sem nokkru sinni hafði verið boðið út. Daginn eftir sagði innanríkismálaráðherrann, að sér hefði fundizt ótilhlýðilegt af sér að bera fram fyrir konung bænaskjal frá konu, sem setið hefði í fangelsi innan um ótínda glæpamenn. Eitt kvöld, þegar konungur og drottning voru í leikhúsinu, læstu þrjár ungar konur sig inni í stúku og héldu þrumandi ræður í tíu mín- útur, og átöldu harðlega meðferð- ina á kvenréttindakonum bæði við handtökur og þó einkum þá pynd- ingaaðferð, að mata fangana með valdi. Það var ekki fyrr en kon- urnar höfðu sagt flest það sem þær vildu segja, sem lögreglan komst að þeim til að handtaka þær. Ungri konu af hástétt, sem kynnt var fyr- ir konunginum, varð að orði líkt og óvart: „í guðs nafni, látið hætta að mata konurnar með valdi, yðar há- tign!“ Þar kom, að þingmennirnir urðu ekki á eitt sáttir í máli þessu. Hver af öðrum fyllti flokk kven- réttindanna — og ástæðan var ekki sízt guðmóður „súffragettanna11 og píslirnar, sem þær þoldu af slíkri hugprýði. 1913 var stjórnin komin í þvílíka klípu, að sama var hve öfl- ugu lögregluliði var boðið út, það dugði hvorki til að vernda ráðherr- ana, konungsfjölskylduna né opin- berar byggingar fyrir þessum vopn- lausu konum. í féhirzlur kvenréttindakvenn- anna streymdi án afláts styrktarfé frá efnuðum velunnurum. Menn, sem mikið áttu undir sér, fengu því áorkað, að þeim var sleppt úr fang- elsum. Frægir lögfræðingar tóku að styrkja málstað þeirra. Kvenrétt- indabaráttan hafði ætíð átt mestu fylgi að fagna meðal hástétta fólks- ins, og ungar stúlkur af þeim stétt- um, menntamenn og listamenn, fylktu um þær liði af ákefð. Sumar stúlkur settu biðlum sínum það skilyrði, að þeir tækju virkan þátt í baráttunni. Þar kom, að öllu fleiri karlar en konur söfnuðust í þá hópa, sem lögreglan var látin fást við á götum úti. En þegar sigurinn virtist vís, boð- aði forgöngukonan, frú Pankhurst, að nú skyldi staðar numið og kröf- unni slegið á frest. Því nú var hin fyrri heimsstyrjöld skollin á, og henni þótti sýnt, að betra væri að beina orku beggja kynjanna að sameiginlegu átaki: að reyna að sigra í stríðinu. Þetta ráð gafst svo vel, og vakti slíka aðdáun jafnt karla og kvenna, og ekki sízt karla, að nú var ekki framar neitt verulegt til fyrirstöðu. Konur fengu kosningarétt ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.