Úrval - 01.04.1969, Blaðsíða 122

Úrval - 01.04.1969, Blaðsíða 122
120 ÚRVAL höfðum gert okkur ýmsar hug- myndir um hann og látið okkur dreyma um framtíð hans! Það var óyndislegt að þurfa að siá á bak öllum þessum vonum. Sem ég stóð og v:rti hann fyrir mér undir súr- efnistjaldinu, sagði ég hvað eftir annað við sjálfan mig, að helzt ætti hann aldrei að vakna aftur. Fyrstu vikurnar eftir komu son- arins í heiminn leið mér mjög illa, fannst allt glatað. En þegar ég var he'ma, hafði ég Davíð litla í kring- um mig, og var það bót í máli. Hann var þá fimmtán mánaða og síspyrjandi um alla skapaða hluti. En í hvert skipti, sem ég horfði til hans, varð mér hugsað til Edwards, og þá sóttu hverskonar hugsanir að mér. Gæti Norma sinnt þeim yngsta og jafnframt veitt Davíð litla þá umhyggju, sem hann þarfnað:st? Og hvað um hin börnin, sem við óskuðum eftir að eiga saman? Átti draumur okkar um stóra fjölskyldu ekki eftir að rætast? Dagarnir dröttuðust áfram. Norma fann stöðugt til, og ástand Edwards litla breyttist ekkert. Morgun einn, er ég gekk út úr barnadeildinni eftir að hafa heim- sótt son minn, kallaði barnalækn- irinn mig afsíðis. „Barnið sýnir engin viðbrögð," sagði hann. „Alls engin.“ Ég spurði, hvort þróttur drengs- ins færi minnkandi, og læknirinn svaraði: „Nei. Það eru engin sér- stök dauðamerki á honum að sjá, en heldur ekkert sem bendir til framfara. Ég held við ættum að taka hann úr súrefnistjaldinu með vissu millibili." Meðan læknirinn talaði rann upp fyrir mér, hvað hann vildi segja: Ef drengurinn getur ekki lifað upp á eigin spýtur, ætti hann alls ekki að lifa. Aldrei hef ég staðið gagnvart eins erfiðri ákvörðun. Norma var stöð- ugt ófær um að koma mér til hjálp- ar í þessu. Ég elskaði barnið okk- ar, en varð að horfast í augu við þá staðreynd, að ég hafði vonazt eftir heilbrigðum syni, ekki sísof- andi. Ég held, að guð hafi skapað manneskjurnar meðal annars til að geta tekið á móti elskusemi og veitt hana í staðinn. En ég vissi, að Edward litli ætti aldrei eftir að verða fær um þetta tvennt. Með það sjónarmið í huga gaf ég lækn- inum leyfi mitt til að taka barnið úr súrefnistjaldinu. Ég hélt áfram að heimsækja son minn eins oft og mér var unnt. Hann svaf stöðugt vært, óafvitandi um þann harm, sem umhverfis hann var. Þrem dögum seinna dó hann í sama væra svefninum. Daginn sem ég tók ákvörðunina ásamt lækninum, skýrði ég Normu frá því. Hún tók móti orðum mínum af sama hugarstyrknum og hún ávallt hafði sýnt. Ég veit, að margur maðurinn á eftir að dæma mig hart. En samt finn ég ekki til neinnar sektar. Það hafa gerzt svo margar læknisfræði- legar framfarir á síðustu árum, að mögulegt er að halda lífi í fólki í langan tíma eftir að það ætti að vera búið að fá hvíldina. Hljóma þessi orð ekki kynlega úr munni prests? Ég skal reyna að skýra mál mitt betur. Flest okkar trúa því,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.