Úrval - 01.04.1969, Blaðsíða 20
18
ÚRVAL
„Stundum þarf að gera ein átta
til tíu uppköst að ræðu áður en
hann verður ánægður. Hann hripar
hugdettur sínar niður á gulan riss-
pappír og biður okkur að koma með
okkar tillögur. En þótt talsverður
reipdráttur eigi sér stað, þá er end-
irinn jafnan sá, að við verðum að
láta í minni pokann!“
„Fyrir kemur, að hann láti smá-
muni ergja sig, eins og til að mynda
það, að frestur hafi ekki verið not-
aður. En hann heldur jafnvæginu,
þegar um stærri mál er að ræða.“
„Hann býr yfir mikilli seiglu.
Hann getur setzt niður og velt fyr-
ir sér einhverju vandamáli eða
verkefni, — og fimm til sex tímum
seinna lagt málið fram án athuga-
semda.“
Hvernig heldur þetta fólk, að
hann reynist sem forseti?
„Ég hef á tilfinningunni,“ segir
einn, „að hann hafi fulla þekkingu
á gangi sögunnar og hvaða stöðu
hann á eftir að skipa þar. Hann ætl-
ast ekki til að verða dýrkaður sem
forseti, heldur virtur sem slíkur.“
„Hann er talinn vera reyndasti
stjórnmálamaður landsins,“ segir
annar. „Hann hefur árum saman
kynnzt vandamálum þjóðarinnar af
eigin raun og verið þátttakandi í
stjórnmálabaráttunni, svo enginn
kemur að tómum kofanum hjá hon-
um.“
„Eitt af því, sem hann talar oft
um,“ segir sá þriðji, „er hversu örð-
ugt sé að fá duglegt fólk úr „hærri“
stéttunum til að rækja sínar stjórn-
málalegu skyldur. Hann segir oft:
„Hvenær ætla þessir menn að skilja,
að fjögurra ára þjónusta fyrir land
sitt er jafnmikils virði og fjörutíu
ár, þar sem aðeins er hugsað um
að vinna sér inn peninga?“ Það er
eindregin sannfæring hans, að mik-
ilvægast af öllu sé að láta eitthvað
að sér kveða, vera með þar, sem
þörfin er mest; láta sér ekki nægja
að vera einungis áhorfandi að því
sem gerist. Þetta er ástæðan til þess,
hve hann leggur sig fram um að
vera sjálfur jafnan í fremstu víg-
línu. Ef til vill skýrir þetta líka,
hvers vegna hann hefur þolað mót-
læti, sem gert hefði margan mann-
inn bitran. Hann er „óbugandi"
þátttakandi í hinni stríðandi bar-
áttu þjóðlífsins."
MEGIN STEFNUR
Hvernig á Nixon eftir að fara
stjórn ríkisins úr hendi? Hinn nýi
forseti hefur að sjálfsögðu sagt hug
sinn í ýmsum greinum í mörgum
ræðum og viðtölum. En ef til vill
er persónuleiki hans sjálfs og það
sem hann byggir traust sitt á, mikil-
vægara en áform hans. En skoðanir
hans eru mjög ljósar.
Hann leggur stöðugt mikla
áherzlu á „baráttuna“ og að hopa
ekki af hólmi. Einhversstaðar á
veginum, ekki langt frá Yorba
Linda, gerði hann upp við sig,
feimni snáðinn, sem átti eftir að
verða feimni maðurinn, að gæti
hann unnið bug á óöryggi sínu og
kastað sér út í straum atburðanna,
mundi hann ekki einvörðungu geta
komið einu og öðru í framkvæmd,
heldur og öðlazt mikla innri full-
nægju. Á þetta leggur hann áherzlu
í bók sinni „Six Crisis":
„Sá, sem leyfir ekki huga sínum