Úrval - 01.04.1969, Blaðsíða 89
HVÍTI UNDRALÆKNIRINN í VELLORE
87
etta hafði verið ósköp
venjulegur dagur fyrir
Paul Brand lækni.
Hann hafði lokið
kennslunni og var í síð-
ustu eftirlitsferðinni í Kristilega
læknaskólanum og sjúkrahúsinu í
Vellore í Indlandi, þegar yfirmaður
hans kallaði hann snögglega afsíðis.
„Þú ættir að koma yfir til Chin-
gleput og borða kvöldverð með
mér,“ sagði dr. Robert Cochrane,
yfirmaður stofnunarinnar, við unga
lækninn. Og hann brosti við honum
um leið.
Brand varð undrandi, því að
Cockhrane var oft fremur stuttur í
spuna og lagði ekki mikla áherzlu
á þátttöku í samkvæmislífi né þá
siði og venjur, er slíku fylgdu. En
ungi skurðlæknirinn tók samt heim-
boðinu, og snemma kvölds árið 1947
kom hann til Chingleput, sem er
nokkrum mílum fyrir sunnan Mad-
ras. Og frá því augnabliki, er hann
sté fæti sínum í Chingleput, ger-
breyttist allt líf hans.
Cochrane heilsaði honum, og það
var ákafi í rödd hans: „Eg hélt
kannske, að þig langaði til þess að
skoða þig um í sjúkrahúsinu hérna.
Eg veit, að þú hefur ekki oft séð
holdsveikis j úklinga. “
Það var alveg rétt. Samkvæmt
indverskum lögum voru holdsveiki-
sjúklingar útilokaðir frá venjuleg-
um sjúkrahúsum. Og í starfi sínu
sem skurðlæknir með bæklunarað-
gerðir að sérgrein gafst honum ekki
tími né tækifæri til þess að heim-
sækja hin afskekktu hæli og bráða-
birgðasjúkraskýlin við þjóðvegina,
þar sem læknarnir í Vellore veittu
holdsveikisjúklingum meðhöndlun.
Því var hann alls ekki búinn undir
það, sem beið hans í Chingleput.
Allar byggingar hælisins og
reyndar allt svæðið var tandur-
hreint og snyrtilegt. Og Brand
læknir tók fliótt eftir því, að siúk-
linsarnir höfðu skapað sér þar sinn
eigin sérstaka heim. Þeir stjórnuðu
sínum eiein verzlunum, ræktuðu
matvælin, sem þeir þörfnuðust, ófu
efni í sáraumbúðir sínar og bundu
jafnvel inn kennslubækurnar sínar.
Cochrane útskvrði það fvrir Brand
lækni. að hælið hefði aðeins efni á
miög litlu magni af nýju sulfone-
lyfjunum. sem fundin höfðu v«rið
upp til lækninear sjúkdómnum.
Þess í stað feneu flestir sjúkling-
arnir enn aðeins chaulmoograolíu,
og þeir gáfu siálfum sér samtais
100.000 sprautur á ári.
..Mér líkar prýðilega framkvæmd
þessara mála hérna,“ sagði Brand
með innilegri aðdáun í röddinni.
..Þetta er allt svo heilbrigt og mann-
legt, alls ekki eins og ég bióst við,
að holdsveikrahæli væri.“
Cochrane sneri sér að pesti sín-
um og sagði dálítið stuttur í spuna:
..Þetta er sjúkrahús, en ekki hæli.
Oe við töhim hér aldrei um holds-
veikt, eða líkbrátt fólk.“
Brand fór nú að veita siúkling-
unum nánari athvgli. Á mörgum
þeirra sáust engin greinileg merki
veikinnar nema dálit.lir blettir á
húðinni. sem voru hvítari en húðin
vfirleitt. eða svolitlir hárlausir
blettir á höfði. En aðrir voru lif-
andi sönnun um þann hrvlling. sem
þessi siúkdómur er. Þeir stauluðust
um á aumkvunarverðan hátt á reif-