Úrval - 01.04.1969, Blaðsíða 95
HVÍTI undralæknirinn í vellore
góðar vonir um, að skurðlæknisað-
gerðir gætu komið að miklu gagni.
LÆKNISFRÆÐILEG ENDUR-
HOLDGUN
Það hefur líklega verið um ári
eftir heimsóknina til Chingleput, að
Paul Brand ákvað, að nú væri hann
loks reiðubúinn til þess að gera
hina miklu tilraun.
Hann sagði við dr. Cochrane: „Ef
þú ert reiðubúinn að senda mér
sjúkling, sem er svo illa farinn á
höndunum, að vart verður á bæt-
andi, þá skal ég reyna að gera eitt-
hvað fyrir hann.“
Sjúklingurinn, sem dr. Cochrane
sendi honum, var ungur Hindúi,
Krishnamurthy að nafni. Hann var
hræðilega bæklaður bæði á hönd-
um og fótum af völdum holdsveik-
innar. Á iljum beggja fóta voru
geysistór, opin og daunill sár, sem
voru svo sýkt, að það sást í bein-
in. Hendurnar voru visnaðar og
gagnslausar. Fingurnir voru kreppt-
ir, og hendurnar litu út eins og
dýrakrumlur.
En sú vonlausa örvænting, sem
ungi maðurinn var haldinn, var þó
enn ömurlegri en þessar hryllilegu
menjar sjúkdómsins. Krishnamurt-
hy var af góðum ættum og hafði
hlotið óvenjulega góða menntun.
Hann gat talað nokkur tungumál
og hafði áður gegnt þýðingarmikl-
um embættum. En fjölskylda hans
hafði rekið hann á dyr, þegar hin-
ar einkennandi hvítu skellur holds-
veikinnar tóku að birtast á hörundi
hans. Enginn vildi veita honum at-
vinnu framar, og smám saman hafði
93
sál hans lamazt og visnað um leið
og hendur hans og fætur.
„Munduð þér gefa samþykki yð-
ar til þess, að ég gerði á yður nokkr-
ar skurðaðgerðir?“ spurði Brand
unga manninn.
Ungi maðurinn yppti öxlum.
Hann rétti fram krepptar kruml-
urnar og sagði áhugalausri röddu,
sem fyrirlitningarheims gætti í:
„Gerið við þær það sem yður sýn-
ist. Þær eru mér hvort eð er einsk-
is virði.“
Og svo hófst margra vikna und-
irbúningur undir fyrstu aðgerðina.
Brand vissi, að það var lömun innri
vöðvanna í hendinni, sem olli þess-
ari bæklun, er gerði höndina að
eins konar dýrakrumlu, en það er
olnbogabeinstaugin, sem stjórnar
þeim vöðvum. En það voru einnig
eftir heilbrigðir vöðvar. Hví ætti
hann ekki að reyna að taka einn af
þessum ósködduðu vöðvum, sem
hægt var að vera án á hinum upp-
runalega stað, og nema burt hina
lömuðu innri vöðva og græða þenn-
an heilbrigða vöðva á í þeirra stað?
Það var oft gripið til þess háttar
skurðaðgerða til þess að ráða bót á
svipaðri bæklun af völdum mænu-
veiki og öðrum sjúkdómum, sem
höfðu lömun í för með sér.
Fyrst gerði hann þessa aðgerð á
aðeins tveim fingrum. Hann gerði
skurð sitt hvorum megin við hvern
fingur. Hann losaði burt góða,
ólamaða sin, klauf hana í tvo þætti
og græddi þættina á fingurna, þar
sem þeir áttu að koma í stað lam-
aða vöðvans. Hann prófaði þenslu
sinaþáttana hvað eftir annað, saum-
aði svo saman skurðina, bjó svo um