Úrval - 01.06.1970, Qupperneq 6
4
ÚRVAL
.f*------------------**
smásögur
.uni .
stormenm „
-----------**
VILHJÁLMI STEFÁNSSYNI land-
könnuði var á námsárum sínum vik-
ið frá háskólanum í Norður-Dakóta.
Mörgum árum síðar, þegar hann var
orðinn heimsfrægur, átti hann að
halda ræðu í veizlu gamalla stúd-
enta frá þessum skóla. Honum var
vel fagnað og rektor háskólans
kynnti hann fyrir gestum. Hann
sagði glettnislega:
— Ég gleðst yfir því, að á hverju
ári er æ færri nemendum hér vísað
úr skóla.
Vilhjálmur stóð upp og sagði:
— Mér leikur enginn hugur á að
vita, hve margir stúdentar eru rekn-
ir. Mig langar heldur til að vita,
hvort þessir stúdentar sem reknir
eru séu alltaf jafn gáfaðir.
í SÍÐASTA MÁN-
UÐI var þess
minnzt, að þrjátíu
ár voru liðin frá
því að ísland var
hernumið. í tilefni
af því kemur hér
saga um „der
Fuhrer“ og er hún
á þessa leið:
Flugmálaráðherrann í ráðuneyti
Hitlers hét Hermann Göring, eins
og kunnugt er. Göring var ákaflega
hégómlegur maður og hafði yndi
af því að klæða sig í skrautlega ein-
kennisbúninga.
Kvöld eitt sat Hitler í óperunni
og hlustaði á Lohengrin Wagners. í
hléi fyrsta þáttar var barið að dyr-
um á stúku foringjans og inn kom
hetjutenórinn, sem vildi hylla for-
ingjann og fá hrós hans. Tenórinn
var klæddur í heljarmikinn skraut-
búning og með hjálm á höfði, en á
honum var stór fjaðrabrúskur. Hann
hélt á heljarmiklu sverði í hendi.
Þegar söngvarinn kom inn, sneri
Hitler sér við, leit á hann og sagði:
— Nei, heyrðu mig nú, Hermann
minn! Það er kominn tími til að þú
hættir þessum skrípaleik.
FLEST SKÁLD
geta sagt sögur af
fátækt sinni á ein-
hverju skeiði æv-
innar. Mark
Twain sagði eitt
sinn eftirfarandi
sögu, og eins og
við er að búast er
hún bráðfyndin og
skemmtileg:
— Eitt sinn er ég og William
Swinton vorum bara fátækir blaða-
menn, komumst við í hræðilegar
fjárkröggur. Við þurftum að ná í
þrjá dali fyrir kvöldið. Swinton
sagði, að við skyldum bara treysta á
guð og gæfuna.
Ég settist í anddyri hótels nokk-
urs og hugsaði um, hvað gera skyldi.
Allt í einu hljóp fallegur hundur
upp í kjöltu mér og sleikti mig í
framan. í sama bili gekk hershöfð-
ingi framhjá og stanzaði til að
klappa himdinum.