Úrval - 01.06.1970, Qupperneq 15
12
ÚRVAL
ER NOKKURT GAGN AÐ GEIMFERÐUM?
13
Þannig fougsa vísindamenn sér geim-
för framtíSarinnar, þegar ferðir til
tunglsins eru orönar cLaglegt brauö.
ársins 1981. Þessar stöðvar mundu
einungis ná til 19 prósenta af land-
inu og 25 prósenta af landsmönn-
um.
Fjarskiptakerfi með gervihnött-
um, sem mundi í fyrsta áfanga kosta
tæpar 50 milljónir dollara, gæti
tryggt öllu landinu sjónvarp. Þetta
mundi hafa skjót og djúptæk áhrif
á hin miklu landbúnaðar- og þjóð-
félagsvandamál landsins auk þess
sem það mundi rjúfa einangrun
einstakra byggða og fjölskyldna og
vekja hjá þeim samkennd með
stærri þjóðlegri og alþjóðlegri
heild.
Svipaður verður hagnaður Afríku
og Mið-Ameríku eftir að komið
hefur verið upp fransk-þýzka
fjarskiptahnettinum „Symphony" á
árunum 1971—‘72. f Brazilíu, þar
sem 5 milljónir barna eiga ekki
kost á skólagÖngu, gæti sjónvarps-
kennsla með fjarskiptahnöttum orð-
ið eina hugsanlega lausnin á hinum
tröll a uknu menntunarvandamálum
landsins á öllum sviðum.
VEÐURATHUGANAHNETTIR
Gervihnettir eru tilvaldir til veð-
urathugana. Þeim er komið fyrir
langt fyrir utan gufuhvolfið, með-
an jörðin snýst fyrir neðan þá, og
geta þannig fylgzt með hverjum
einasta stað á yfirborði jarðar —■
iafnvel stöðum sem eru ótilkvæm-
ir mönnum eða þar sem óhagkvæmt
er að reisa veðurathuganastöðvar.
Tvö kerfi veðurathuganahnatta
bandaríska Trios-kerfið (TOS) og
sovézka Meteor-kerfið, eru samein-
uð 1 alheimsnet undir nafninu
„World Weather Watch“ (WWW),
sem lýtur stjórn Alþjóðaveðurfræði-
stofnunarinnar (WMO). Upplýsing-
ar, sem safnað er af gervihnöttum
og veðurstofum á jörðu niðri, eru
í snatri sendar til þriggja veður-
fræðimiðstöðva í Moskvu, Mel-
þourne og Washington, þar sem
unnið er úr þeim í tölvum, áður en
veðurspárnar eru sendar til veður-
athuganastöðva á einstökum svæð-
um.
Mikilvægi áreiðanlegri veðurspá-
dóma langt fram í tímann fyrir ein-
staklinga og efnahagslíf verður
einnig ljóst ef við ökum Indland
sem dæmi. Mönnum hefur reikn-
azt svo til, að áreiðanlegar veður-
spár tvær vikur fram í tímann, sem
væru sendar indverskum bændum
í sjónvarpi um fjarskiptahnetti,