Úrval - 01.06.1970, Blaðsíða 16
14
ÚRVAL
mundu spara þeim allt að 1,6 millj-
ónir dollara árlega í minnkuðu
tjóni á landbúnaðarframleiðslunni.
Þar við bætist annar hagnaður,
eins og t. d. vernd gegn flóðum,
betra eftirlit með skógrækt ásamt
öruggari flutningum og samgöng-
um.
Bæði fyrir Indland og önnur van-
þróuð lönd fela veðurathugana-
hnettir í sambandi við fjarskipta-
hnetti í sér möguleikann á því að
vinna bug á hungrinu á næsta ára-
tug og bæta til muna viðurværi
íbúanna með betri stjórn á land-
búnaðarframleiðslu og matvæla-
dreifingu.
LANDVINNINGAR í LÆKNIS-
FRÆÐI
Nú þegar hafa verið unnin mörg
ný lönd í læknisfræðinni vegna
geimrannsókna og á það einkum
við hið nýja svið, sem nefna mætti
geimlíffræði.
Mörg sjúkrahús eru nú farin að
nota sjálfvirk kerfi, sem fyrst voru
notuð til að fylgjast með hjart-
slætti, blóðþrýstingi og öðrum lík-
amsstörfum geimfara á ferð úti í
geimnum.
Ennfremur er farið að nota ým-
iss konar tæki, sem upphaflega voru
ætluð til þjálfunar geimfara, til að
þjálfa fatlað fólk, t. d. NASA-tæki
sem búið var til í því skyni að venja
geimfarana við þau vandamál, sem
koma upp í sambandi við að hreyfa
sig á yfirborði tunglsins, þar sem
líkamsþyngdin er ekki nema einn
sjötti hluti af því sem hún er á
jörðinni. Sérstakt kerfi gorma eða
sívafninga gerir mönnum kleift að
hoppa eða stökkva við aðstæður
svipaðar þeim sem eru á tunglinu.
Þetta tæki er nú notað til að end-
urhæfa fólk, sem á erfitt með að
læra að ganga við hækjur eða jafn-
vel sitja upprétt í ruggustól.
Laser-tæknin, sem upphaflega
var þróuð til notkunar við geim-
rannsóknir, er nú að ryðja sér til
rúms í skurðlækningum, bæði við
„hníflausa uppskurði" og sem
hjálparmeðal við sjúkdómsgreining-
ar. Laser-skurðlækningar búa yfir
tveimur höfuðkostum, sem mæla
með því að þær verði sem allra
fyrst þróaðar í miklum mæli: þær
eru sársaukalausar og í mörgum
tilvikum nálega lausar við blæð-
ingar.
Yfirleitt er við því búizt, að geim-
líffræðin muni hafa mikil áhrif á
varnalækningar og sjúkdómsgrein-
ingar, þar sem hún fæst einkanlega
við að rannsaka heilbrigt fólk á
bezta aldri. Þetta hefur það í för
með sér, að hún aflar afarmikil-
vægra upplýsinga um, hvaða lík-
amlegum og andlegum viðbrögðum
og afrekum má búast við undir til-
teknum kringumstæðum.
☆
Rithandarsérfræðingur einn í Tokyo býr til undirskrift í „vest-
rænum" stíl fyrir japanska kaupsýslumenn, sem eiga viðskipti við
Vesturlandabúa. Undirskriftin kostar 2 dollara 78 cent.