Úrval - 01.06.1970, Qupperneq 20

Úrval - 01.06.1970, Qupperneq 20
18 ÚRVAL mjög vel að læra, og hana langar til þess að verða læknir. „Ég get verið þessum börnum góð móðir,“ segir Diana, „en ég get ekki verið þeim faðir.“ Maðurinn hennar var hækkaður í tign, eftir að hann týndist. Þetta hefur komið sér vel fyrir fjölskyld- una, sem fær launin hans reglulega. En vextir og afborganir af húslán- inu eru 300 dollarar á mánuði, og matarreikningarnir nema samtals um 350 dollurum á mánuði. Þar má til dæmis telja um 60 lítra af mjólk á viku. En Diönu tekst samt að komast af. í fyrrasumar sendi hún börnin í heimsókn til tengdafor- eldra sinna úti á Lönguey og mál- aði allt húsið sjálf, hvert herbergi í öllu húsinu. Hún vann um hríð við listasafn. Nú vinnur hún hluta úr dgei við lestrarkennslu í leikskól- anum, sem Danny gengur í. Erfiðast af öllu finnst henni að verða að taka allar ákvarðanir sjálf. Eiginmaður hennar tók þær allar áður fyrr. Þegar henni barst farangur hans í pappakassa, leitaði hún vandlega að einhverjum fyrir- skipunum frá honum. En þar var ekki um neitt slíkt að ræða. Hún andvarpar, er hún segir: „Jack var þess háttar maður, sem segir bara: Ég er að koma heim.“ Þau trúlofuðust strax í gagn- fræðaskóla og giftust með leynd, fimm mánuðum áður en hann út- skrifaðist frá liðsforingjaskólanum í Annapolis árið 1952. Hann gerð- ist þotuflugmaður í flughernum. Hann hafði meistarapróf í vélfræði. Og næstu 12 árin vann hann í skrif- stofum hjá flughernum, en flaug sína fjóra lágmarksflugtíma á mán- uði til þess að missa ekki af flug- mannslaununum, sem voru hærri. Svo var hann sendur til Nellisflug- vallar til þjálfunar, þegar fór að vanta flugmenn í Vietnam. OlGra- dyfjölskyldan kom sér fyrir í Las Vegas rétt hjá flugvellinum. Þegar hann var orðinn 37 ára gamall, var hann sendur til Vietnam til þess að taka þar þátt í styrjöldinni. Di- ana O'Grady ók honum til flug- vallarins. „Hann gekk að flugvél- inni og leit aldrei aftur fyrir sig. Og mér fannst sem hann mundi ekki koma heim aftur.“ Hún hefur velt þessari áleitnu spurningu fyrir sér nætur og daga: Er hann lifandi? Fyrsta árið, sem hann var týndur, skrifaði hún hon- um í hverri viku í gegnum Rauða Krossinn. Og þar að auki sendi hún honum þrjú bréf mánaðarlega beint til Hanoi. Hún sendi jafnvel fyrir- spurnarbréf í ábyrgðarjósti til Ha- noistjórnarinnar. En Norður-Viet- namstjórn hefur verið ósveigjanleg í þeirri afstöðu sinni, að skeyta ekkert um rétt fanga samkvæmt Genfarsamningnum, sem hún und- irskrifaði árið 1957. En Diana 0‘ Grady hefur ekki enn fengið neitt svar. Það er Diönu O'Grady lítil hugg- un, að þetta hefur orðið hlutskipti margra annarra, eða með öðrum orðum 1350 fjölskyldna Bandaríkja- manna, sem hafa týnzt í Norður- eða Suður-Vietnam. Varnarmála- ráðuneytið hefur staðfest, að það viti, að rúmlega 400 þessara manna séu nú fangar. Af þeim hefur að- eins um 120 verið leyft að skrifa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.