Úrval - 01.06.1970, Qupperneq 21

Úrval - 01.06.1970, Qupperneq 21
ER ÉG EIGINKÓNA EÐA EKKJA? 19 heim einstaka sinnum á eyðublöð, þar sem er aðeins rúm fyrir sex línur. Sumir bandarískir flugmenn hafa nú setið í fangabúðum í yfir 5 ár. Eiginkonur þessara manna, sem vitað er, að eru í haldi, hafa horft á það í sjónvarpinu, að eiginmenn þeirra hafa verið látnir þramma um götur Hanoi öllum til sýnis. Þær vita, að mennirnir draga fram lífið á graskerssúpu og svínsfleski, sem er eintóm fita. Þær vita, að þeir hafa verið látnir sitja mánuðum saman í einangrunarklefum. Þær hafa heyrt sögur um flugmenn, sem hafa verið barðir, brenndir, hengd- ir upp á fótunum eða misþyrmt á annan hátt, til dæmis þannig, að neglurnar á fingrum þeirra hafa verið rifnar af. Kona majórs eins, sem hefur verið í fangelsi í rúm tvö ár, mælir á þessa leið: „É'g veit, að hann er lifandi, en það er meira en margar aðrar konur og ættingj- ar geta sagt.“ En nú hafa fjölskyldur þeirra- manna, sem ekkert hefur frétzt af, fyllzt örvæntingu. Samtals 20 kon- ur þóttust þekkja fanga einn á lít- illi ljósmynd og sögðu, að þarna væri eiginmaðurinn kominn. Nokkrar konur hafa ekki þolað álagið og hafa leitað sér huggunar í áfengi eða lauslæti. En fjölmarg- ar aðrar hafa myndað ópólitísk samtök, er bera heitið Þjóðarsam- tök fjölskyldna amerískra fanga í Suðaustur-Asíu. Diana 0‘Grady er ein þeirra. Þær hafa lagt af mörk- um fé úr eigin vasa til þess að láta prenta miða, sem festa skal á bíla. Einnig hafa þær tekið á leigu aug- lýsingaspjöld til þess að vekja at- hygli almennings á máli þessu. Þær hafa haft samband við Bandaríkja- þing, Vatikanið, Alþjóðlega Rauða krossinn, Norður Vietnamstjórn og sendinefndir Þjóðfrelsisstjórnar Suður-Vietnam, sem taka þátt í friðarumræðunum í París. Þær hafa skrifað til dagblaða um víða veröld. Nokkrar þeirra reyndu jafnvel að halda til Hanoi, en hættu við það, er Innanríkisráðuneytið latti þær fararinnar. Flestöllum þessum konum finnst sem þær hafi verið sviknar. Þeim finnst sem andstaðan heima fyrir gegn stríðinu í Vietnam hafi ýtt vandamáli þeirra til hliðar. Eigin- kona flugmanns eins, sem saknað hefur verið í rúm þrjú ár, kannast vel við andrúmsloft það, sem ríkir víða. Um þetta farast henni svo orð: „Fólk segir við mig: Maðurinn þinn er atvinnuhermaður. Þú ættir að vera þessu vön.“ Henni finnst for- vitni margra vera mjög smekklaus. „Fólk spyr stundum: „Færðu enn launin hans?“ eða „Hvernig geng- ur þetta hjá þér?“ . . . og á þá við hina kynferðilegu hlið málsins.“ Þessum eiginkonum finnst líka, að lítið tillit sé tekið til þeirra, þótt þær hafi ekki átt neina aðild að þessum harmleik. Þeim hefur jafn- vel stundum fundizt sem notfæra ætti sér hroðalegar aðstæður þeirra. Norður-vietnömsku sendinefndar- mennirnir í París sögðu við einn ameríska kvennahópinn, sem gekk þar á fund þeirra: „Þið ættuð að snúa heim og mótmæla styrjöld- inni.“ Eiginkonurnar gera sér grein fyrir því, að þær eru hjálparvana
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.