Úrval - 01.06.1970, Qupperneq 28

Úrval - 01.06.1970, Qupperneq 28
26 ÚRVAL að borgin væri heilnæmari fyrir hana en áður. Á því hafði engin breyting orðið. En gat varla afbor- ið að dvelja lengur í Torquay. Og árum saman lá hún næstum hreyf- ingarlaus á legubekk í herbergi sínu heima í húsi föður síns við númer 50 í Wimpolestræti. Edward Moulton-Barrett, Esqui- re, faðir Elísabetar var gamall ólundarseggur, þyrrkingslegur og óblíður í skapi. Hann unni fjöl- skyldu sinni heitt, en hann var samt svo grimmur við hana, að það virðist vart skiljanlegt. Hann var örugglega ekki alveg heill á geðs- munum. Hann var eigandi sykurplantekru á eyjunni Jamaica, og var hún starfrækt með hjálp svartra þræla. Hann tilheyrði ekki ensku ríkis- kirkjunni, heldur var hann strang- trúaður Kalvínstrúarmaður. Afnám þrælahaldsins varð honum dýrt fjárhagslega, enda var hann mjög andvígur því. Hann giftist yfir- stéttarkonu frá Norður-Englandi, sem ól honum 11 börn. Elísabet var þeirra elzt. Eftir að 11. barnið var fætt, dó hún. Hann ríkti sem harð- stjóri yfir þessum börnum sínum. Hann leyfði ekki hina minnstu undantekningu frá óskaplega ströngum reglum um daglegt líf fiölskyldunnar. Hann krafðist þess, að þau tækju stöðugt tillit til hans í litlu sem stóru. Tæki eitthvert þeirra upp á því að gera eitthvað fyrir sig sjálft, áleit hann það skort á ást barns til föður síns. En verst af öllu var þó, að þessi ellefu barna faðir, sem nú var orð- in konulaus, mátti ekki heyra það nefnt, að neitt barna hans hugsaði til hjónabands. Kæmi einhver ung- ur maður og bæði um hönd ein- hverrar dótturinnar, var honum tekið eins og einhver óþverri væri kominn í húsið. Þau tóku sér þetta mjög nærri, þó síður Elísabet, sem var mjög heilsuveil, en yngri bræður hennar og systur. Edward, sem Elísabet kallaði alltaf ,,Bro“, var einmitt ástfangin, þegar þau voru suður í Torquay. Þau Elísabet töluðu oft um þá óhamingju, sem væri hlut- skipti hans vegna andstöðu föður þeirra við ósk hans um að giftast ungu stúlkunni, sem hann elskaði. Henriettu, systur þeirra, þótti gam- an að dansa og taka þátt í siðsam- legum skemmtunum ungra stúlkna þessara tíma. Hún bað föður sinn um leyfi til þess að taka á móti ungum manni í heimsókn, sem hefði áhuga á hjónabandi. Barrett gamli varð ofsareiður og neyddi hana til þess að biðja fyrirgefningar á þessu afbroti liggjandi á hnjánum. Henri- etta fékk taugaáfall og var borin út úr stofunni. Elísabet leið óskaplega illa, og hún sárvorkenndi systur sinni. Hún stofnaði heilsu sinni í voða með því að rísa upp af legu- bekknum til þess að hjálpa henni. En gamli maðurinn fékk samt sitt fram. Það var ekki vegna þess eins, að hann var forráðamaður fjölskyld- unnar á miklum siðavendnistímum, að hann fékk alltaf sitt fram, held- ur einnig vegna þess, að hann hafði alger yfirráð yfir öllum fjárráðum fjölskyldunnar, í smáu sem stóru.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.