Úrval - 01.06.1970, Qupperneq 29
ÞEGAR TVÖ SKÁLD ELSKAST
27
Það var erfitt fyrir ungan Englend-
ing af háum stigum og ómögulegt
fyrir unga, enska yfirstéttarstúlku
að vinna fyrir sér á þessum árum.
Þau þurftu að leita til föður eða
annarra ættmenna og þiggja allan
lífeyri úr þeirra hendi. Um þetta
farast Elísaþet svo orð í skrifum
sínum:
„Sko, allir . . . allir bræður mínir
voru neyddir til undirgefni vegna
líkamlegra þarfa, að minnsta kosti
undirgefni á yfirborðinu, vegna
hinna auðvirðilegustu þarfar, þarf-
arinnar á lífsviðurværi.“
Þetta var fjölskylduandrúmsloft-
ið, sem heilsulausa, unga konan
hrærðist í. Faðir hennar var að
heiman allan daginn við viðskipta-
störf í helzta kaupsýsluhverfi
Lundúna. Og því naut hún þó and-
legs frelsis mestallan daginn. Uppi
á bókahillunum í herbergi hennar
voru brjóstmyndir af mikilmennum,
og á veggjunum héngu myndir af
skjáldjöfrum þess tíma, þeim Car-
lyle, Wordsworth, Tennyson og Ró-
bert Browning.
Elísabet átti lítinn hund, sem
henni þótti vænt um. Einu vand-
ræðin voru þau, að það var alltaf
verið að stela honum.
Hún las, og hún skrifaði.
Þegar hún var lítil og þau áttu
enn heima uppi í sveit, eyddi hún
miklum tíma í að rækta hvítar rós-
ir og lesa verk þeirra Voltaire,
Thomas Paine, Goethe og Rousse-
au. Faðir hennar hafði bannað henni
að opna bækur Gibbons eða skáld-
söguna Tom Jones. Hann grunaði
auðsýnilega ekki, að verk þau, sem
hann leyfði henni að lesa, voru að
minnsta kosti eins hættuleg. Hún
lagði stund á grísku hjá blindum
fræðimanni, Hugh Stuart Boyd að
nafni, sem varð átrúnaðargoð henn-
ar og trúnaðarmaður ævilangt. Hún
var byrjuð að skrifa harmleiki á
frönsku og ensku tíu ára að aldri.
Þrettán ára gömul orti hún hetju-
ljóðið „Orrustan á Maraþonvöll-
um“. Faðir hennar var mjög stolt-
ur af því og lét prenta 50 eintök af
kvæðinu. Og þegar hún var 22 ára,
var gefið út ljóðasafn eftir hana,
er bar heitið „Ritgerð um hugann
og fleiri ljóð“. Upp frá því hélt hún
stöðugt áfram að yrkja ljóð.
Arið 1844 voru gefnar út tvær
ljóðabækur eftir hana. Þá var hún
38 ára gömul. í annarri þeirra var
ljóðið „Hróp barnanna“, sem fjall-
aði um eymd þá, sem hlauzt af
barnaþrælkuninni, einni helztu
meinsemd Englands þess tíma. Það
var álitið, að það væri meðal ann-
ars þessu ljóði að þakka, að þeirri
hreyfingu óx svo mjög ásmegin, er
kom því til leiðar, að barnavinnu-
lögin voru endurskoðuð.
Þessar tvær ljóðabækur gerðu
heilsulausu konuna í Wimpolestræti
fræga. Edgar Allan Poe sagði, að
Ijóðið „Hróp barnanna" væri
þrungið „ólgandi krafti, er ekkert
fengi bugað, hryllingi, sem er svo
upphafinn í einfaldleika sínum, að
Dante sjálfur hefði mátt vera stolt-
ur af slíku“. Gagnrýnendur hrós-
uðu henni og sögðu, að hún væri
sannkallaður snillingur, er væri al-
gerlega sérstæður. Nú var henni
skipað á bekk með þeim ljóðskáld-
um og sagnaskáldum, sem hún
hafði fyrir augunum á degi hverj-