Úrval - 01.06.1970, Blaðsíða 33

Úrval - 01.06.1970, Blaðsíða 33
ÞEGAR TVÖ SKÁLD ELSKAST 31 an 2 á þriðjudaginn“. Hann sagðist vona, að hún mundi skilja eftir bréf til hans við dyrnar, ef hún reyndist verða of veik til þess að taka á móti honum. Og þá ætlaði hann að snúa heim. Hún svaraði því til í næsta bréfi, að hún yrði tilbúin að taka á móti honum þenn- an dag, en bað hann samt að koma klukkan 3 en ekki 2. Hún lauk bréfi sínu með þessari setningu: „Jæja, við erum þá vinir þangað til á þriðjudaginn . . . og kannske einnig eftir það.“ Hann kom til hennar. Og þau ræddu saman. Hún sagði síðar við hann: „Þú fórst aldrei burt frá mér, eftir að þú komst til mín fyrsta sinni.“ — Þegar hann var kominn heim til sín úr heimsókn þessari, skrifaði hann henni tafarlaust bréf og spurði, hvort hann hefði þreytt hana, hvort hann hefði stanzað of lengi eða talað of hátt. Og hann bað hana þess að tala aldrei um „gæzku“ hans aftur. Hún svaraði strax og sagði, að hann hefði ekki gert neitt, sem hann hefði ekki átt að gera. Svo bað hún hann að koma aftur næsta þriðjudag. Hún skrif- aði þessi orð undir bréfið: „Vin- kona yðar.“ í svarbréfi sínu játaði Browning henni ást sína. Hún komst í algert uppnám, er hún las, að hann elskaði hana. Hún var alveg í öngum sínum. Hvernig gat slíkt hafa gerzt? Hún gat ekki sofnað, og hún var hrædd um, að systir hennar, sem svaf í sama her- bergi, yrði áskynja um tilfinning- ar hennar. Loks náði hún vildi yfir sér og skrifaði honum langt og fremur ruglingslegt bréf, sem bar vott um, í hvílíku uppnámi hún var. Hún bað hann um að segja ekki slík orð aftur, heldur gleyma þessu, því annars mundi fundum þeirra aldr- ei bera saman aftur. Hún sagðist vilja halda vináttu hans, sem yrði henni alltaf dýrmæt. Hún bað hann um að koma ekki fyrr en eftir hálf- an mánuð, en þá gætu þau rætt bókmenntir að nýju. Browning varð óttasleginn. Hann gerði sér grein fyrir því, að hann hafði verið of fljótur á sér. Hann var hræddur um, að hann hefði eyðilagt fyrir sér alla möguleika, svo að ekki yrði um bætt. Upp frá því biðlaði hann ofur varfærnislega til hennar, þótt hann sýndi enn mikinn tilfinningahita. Og smám saman skynjaði hið kvenlega hjarta hennar, hvað gerzt hafði, og hún tók að nálgast manninn, sem hafði unnið hjarta hennar þrátt fyrir all- an ótta hennar og hik. Hann hélt áfram að heimsækja hana einu sinni í viku. Þau ræddu ýmislegt saman. Hann fékk stund- um höfuðverkjaköst, og hún ráð- lagði honum að leita læknis. Hún minnti hann varfærnislega á aldur sinn, benti honum á, að hún hefði fengið birt eftir sig ljóð árið 1826, þegar hún var aðeins 14 ára. í bréf- um sínum lýsti hún þjáningum þeim, sem hún hefði þolað, þegar bróðir hennar dó. Og hún skýrði honum þar einnig frá því, hversu undarlegur maður faðir hennar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.