Úrval - 01.06.1970, Page 34

Úrval - 01.06.1970, Page 34
32 ÚRVAL væri. í svarbréfum sínum lýsti hann yfir því, hversu þakklátur hann væri fyrir það, að hún skyldi trúa honum fyrir þessu öllu. Eitt sinn liðu nokkrir dagar, án þess að hún fengi bréf frá honum, Og í bréfi sínu sagði hún honum, að hún óttaðist, að hún kynni að hafa sagt eitthvað, sem honum hefði gram- izt. Þetta snart Browning djúpt, og hann flýtti sér að skrifa henni og tjá henni ást sína, að nýju. Hann sagðist hafa gefið henni líf sitt. Það væri hennar að ákveða, að hve miklu leyti hún vildi þiggja þá gjöf. Hann sagði, að því yrði ekki um breytt-, líf hans væri hennar eign, hvort sem um endurgjald væri að ræða frá hennar hendi eður ei. En að síðustu sagði hann, að slíkt mundi auðvitað veita honum hina æðstu sælu. Það var einmitt heilsuleysi Elísa- betar, hindrunin, sem hann hafði óttazt, að mundi aðskilja þau að eilífu, sem varð að lokum til þess, að þau náðu saman. Vetrarloftslagið í Lundúnum var heilsu hennar í raun og veru mjög hættulegt. Hún ákvað því að fara suður til Pisa eða á einhverjar aðr- ar suðlægar slóðir veturinn 1845— ‘46, t. d. til Möltu. Læknarnir ráð- lögðu henni eindregið að fara. En faðir hennar vildi ekki heyra slíkt nefnt. Hann lét í Ijósi mótstöðu sína með „dauðaþögn". Hún var í miklu uppnámi. Hún var hrædd við að brjóta gegn óskum föður síns og vildi reyndar ekki gera neitt, sem gæti sært gamla mann- irm. Henni óx svo í augum að þurfa að skipuleggja þetta ferðalag, að hún bað Browning um aðstoð við að panta skipsfar og að sjá um ým- islegt annað. Jafnframt því fann hún enn sárar til heilsuleysis síns og játaði það fyrir honum, að henni fyndist oft, að það hefði verið miklu betra, að hann hefði aldrei kynnzt henni. Átökin milli hennar og föður hennar vegn þessarar fyrirhuguðu ferðar hörðnuðu. Hún vissi ekki, hvað gera skyldi. Hún vildi ekki móðga föður sinn, en hún varð samt að vernda heilsu sína. Því bað hún Browning um að „hugsa fyrir sig“. Browning, sem var augnayndi og uppá'hald ástríkra foreldra, gat ekki skilið slíkar fjölskylduaðstæður. Hann bauðst til þess að giftast henni tafarlaust og áleit, að hann gæti þannig veitt henni nauðsyn- lega aðstoð í þessu máli. Hún neitaði því auðvitað. Hún sagðist vera snortin, en hún gæti ekki „valdið honum slíku tjóni“, eins og hún orðaði það. Hann svaraði henni tafarlaust og jós yfir hana ástarorðum skáldsins. Hann sagðist loks vita, að þau til- heyrðu hvort öðru að eilífu, hvort sem hún giftist honum eður ei. Elísabet hætti við ferðalagið. Ge- orge bróðir hennar reyndi að telja um fyrir föður þeirr. Barrett gamli sagði, að hún mætti fara, ef hún vildi, en jafnframt mundi hún þá „gera honum mjög á móti skapi“. Það olli henni hryggðar, að faðir hennar, sem henni bar að elska (og hún elskaði í raun og veru),
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.