Úrval - 01.06.1970, Qupperneq 34
32
ÚRVAL
væri. í svarbréfum sínum lýsti
hann yfir því, hversu þakklátur
hann væri fyrir það, að hún skyldi
trúa honum fyrir þessu öllu. Eitt
sinn liðu nokkrir dagar, án þess að
hún fengi bréf frá honum, Og í
bréfi sínu sagði hún honum, að hún
óttaðist, að hún kynni að hafa sagt
eitthvað, sem honum hefði gram-
izt. Þetta snart Browning djúpt, og
hann flýtti sér að skrifa henni og
tjá henni ást sína, að nýju. Hann
sagðist hafa gefið henni líf sitt. Það
væri hennar að ákveða, að hve
miklu leyti hún vildi þiggja þá
gjöf. Hann sagði, að því yrði ekki
um breytt-, líf hans væri hennar
eign, hvort sem um endurgjald væri
að ræða frá hennar hendi eður ei.
En að síðustu sagði hann, að slíkt
mundi auðvitað veita honum hina
æðstu sælu.
Það var einmitt heilsuleysi Elísa-
betar, hindrunin, sem hann hafði
óttazt, að mundi aðskilja þau að
eilífu, sem varð að lokum til þess,
að þau náðu saman.
Vetrarloftslagið í Lundúnum var
heilsu hennar í raun og veru mjög
hættulegt. Hún ákvað því að fara
suður til Pisa eða á einhverjar aðr-
ar suðlægar slóðir veturinn 1845—
‘46, t. d. til Möltu. Læknarnir ráð-
lögðu henni eindregið að fara. En
faðir hennar vildi ekki heyra slíkt
nefnt. Hann lét í Ijósi mótstöðu
sína með „dauðaþögn". Hún var í
miklu uppnámi. Hún var hrædd
við að brjóta gegn óskum föður
síns og vildi reyndar ekki gera
neitt, sem gæti sært gamla mann-
irm. Henni óx svo í augum að þurfa
að skipuleggja þetta ferðalag, að
hún bað Browning um aðstoð við
að panta skipsfar og að sjá um ým-
islegt annað. Jafnframt því fann
hún enn sárar til heilsuleysis síns
og játaði það fyrir honum, að henni
fyndist oft, að það hefði verið miklu
betra, að hann hefði aldrei kynnzt
henni.
Átökin milli hennar og föður
hennar vegn þessarar fyrirhuguðu
ferðar hörðnuðu. Hún vissi ekki,
hvað gera skyldi. Hún vildi ekki
móðga föður sinn, en hún varð
samt að vernda heilsu sína. Því bað
hún Browning um að „hugsa fyrir
sig“.
Browning, sem var augnayndi og
uppá'hald ástríkra foreldra, gat ekki
skilið slíkar fjölskylduaðstæður.
Hann bauðst til þess að giftast
henni tafarlaust og áleit, að hann
gæti þannig veitt henni nauðsyn-
lega aðstoð í þessu máli.
Hún neitaði því auðvitað. Hún
sagðist vera snortin, en hún gæti
ekki „valdið honum slíku tjóni“,
eins og hún orðaði það.
Hann svaraði henni tafarlaust og
jós yfir hana ástarorðum skáldsins.
Hann sagðist loks vita, að þau til-
heyrðu hvort öðru að eilífu, hvort
sem hún giftist honum eður ei.
Elísabet hætti við ferðalagið. Ge-
orge bróðir hennar reyndi að telja
um fyrir föður þeirr. Barrett gamli
sagði, að hún mætti fara, ef hún
vildi, en jafnframt mundi hún þá
„gera honum mjög á móti skapi“.
Það olli henni hryggðar, að faðir
hennar, sem henni bar að elska
(og hún elskaði í raun og veru),